Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Melinda
Hannyrðahornið 25. júní 2018

Melinda

Höfundur: Handverkskúnst
Létt og þægilegt heklað hárband með slaufu.
 
Garn:  Drops Baby Merino, litur 46, 50 gr fæst hjá Handverkskúnst.
Heklunál: 3 mm.
Heklfesta:  
Stærð:  Ein stærð, sirka 56/60 cm.
 
Ef breyta á stærð hárbandsins er gott að mæla ummál höfuðs og draga frá 8 sm. Þannig ætti að fást passleg stærð. 
 
HEKLLEIÐBEININGAR:
Fyrsti stuðull í byrjun á hverri umferð er skipt út fyrir 3 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 stuðli í 3. loftlykkju frá byrjun á fyrri umferð.
 
Stykkið er heklað í 2 hlutum. Fyrst er heklað eitt band fram og til baka með gatamynstri. Bandið er saumað saman við miðju að framan. Síðan er heklað minna band með stuðlum sem hnýtt er utan um sjálft hárbandið við miðju að framan. 
 
HÁRBAND:
Heklið 17 loftlykkjur með heklunál 3 með Baby Merino. Fyrsta umferð er hekluð þannig: Heklið 2 stuðla + 3 loftlykkjur + 2 stuðla í 8. loftlykkju frá heklunálinni, * hoppið yfir 2 loftlykkjur, heklið 2 stuðla + 3 loftlykkjur + 2 stuðla í næstu loftlykkju *, heklið frá *-* einu sinni til viðbótar, hoppið yfir 2 loftlykkjur og endið með 1 stuðul í síðustu loftlykkju. 
 
Heklið síðan fram og til baka eins og útskýrt er í A.1, þ.e.a.s. endurtakið umferð 2 og 3 þar til stykkið mælist ca 48-52 cm frá uppfitjunarkanti – lesið MÆLING. Heklið síðan umferð 4 eins og útskýrt er í A.1. Saumið hárbandið saman með 1 spori í hverja lykkju = miðja að framan.
 
SLAUFA:
Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 3, heklið síðan 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni = 2 stuðlar. Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og heklið A.2 fram og til baka upp að A.X. Endurtakið A.X alls 3 sinnum á hæðina (= 6 umferðir), heklið síðan A.2 til loka. Klippið frá og festið enda.
 
Hnýtið bandið utan um hárbandið við miðju að framan þannig að saumurinn sjáist ekki.
 
Heklkveðja frá mæðgunum í Handverkskúnst,
Elín og Guðrún María
 

4 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...