Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tíu afurðahæstu kúabúin árið 2021.
Tíu afurðahæstu kúabúin árið 2021.
Fréttir 27. janúar 2022

Meðalnyt á Búrfelli var rúm 8,9 tonn á árinu 2021

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Annað árið í röð reyndist mest meðalnyt eftir árskú vera hjá Guðrúnu Marinósdóttur og Gunnari Þór Þórissyni á Búrfelli í Svarfaðardal. Nyt eftir árskú endaði þar í 8.908 kg á árinu 2021, sem er aukning um 329 kg frá fyrra ári.

Á Búrfelli er að finna legubása­fjós með mjaltaþjóni sem tekið var í notkun vorið 2018. Frá þeim tíma hafa afurðir aukist jafnt og þétt og sér í raun ekki fyrir endann á því, er fram kemur í niðurstöðum skýrsluhaldsársins 2021 hjá Ráðgjafarmiðstöð land­búnaðarins.

Annað í röð afurðahæstu búa landsins er kunnuglegt á þeim lista en þar er um að ræða bú þeirra Guð­laugar Sigurðardóttur og Jóhannesar Eybergs Ragnarssonar á Hraunhálsi í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi. Árin 2018–2020 var þetta bú með þriðju mestu afurðir eftir árskú á landinu, en færist nú í annað sætið. Þar á bæ mjólkaði meðal árskýrin 8.664 kg, sem er aukning um 307 kg. Fjósið á Hraunhálsi er básafjós með rörmjaltakerfi og öll umgengni og snyrtimennska utan dyra sem innan til algjörrar fyrirmyndar.

Þriðja afurðahæsta bú ársins 2021 er bú Guðjóns Björnssonar og Helgu Bjargar Helgadóttur á Syðri-Hömrum 3 í Ásahreppi en þar reyndust afurðir kúnna nema 8.446 kg mjólkur eftir hverja árskú. Á Syðri-Hömrum er legubásafjós með mjaltaþjóni og síðan það var tekið í notkun hafa afurðir tekið stórstígum breytingum.

Í fjórða sæti varð búið í Dalbæ í Hrunamannahreppi en þar er félagið Dalbær 1 ehf. skráð fyrir rekstri. Kýrnar í Dalbæ skiluðu 8.342 kg/árskú á nýliðnu ári. Þar er að finna legubásafjós með mjaltabás.

Fimmta búið í röð afurðahæstu búa er bú Hákonar Bjarka Harðar­sonar og Þorbjargar Helgu Konráðs­dóttur á Svertingsstöðum 2 í Kaupangssveit, Eyjafirði, en þar skiluðu kýrnar 8.337 kg/árskú. Á Svertingsstöðum er legubásafjós með mjaltaþjóni. 

Nythæsta kýr landsins 2021 mjólkaði 13.760 kg

Nythæsta kýrin á landinu árið 2021 var Skör 1003 í Hvammi í Ölfusi. Skör mjólkaði 13.760 kg með 3,87% fitu og 3,28% próteini.

Önnur í röðinni árið 2021 var Ríkey 691 í Stóra-Dunhaga í Hörgár­sveit, en því miður féll hún frá nú rétt fyrir síðustu jól. Ríkey mjólk­aði 13.612 kg með 3,54% fitu og 3,32% próteini en sínum öðrum kálfi bar hún 12. febrúar 2021. Hún fór hæst í 52,6 kg dagsnyt á árinu 2021 en skráðar æviafurðir hennar eru 23.427 kg.

Þriðja nythæsta kýrin var Bára 523 í Flatey á Mýrum við Horna­fjörð. Nyt hennar á árinu var 13.517 kg með 3,92% fitu og 3,30% pró­teini. 

Sjá nánar bls. 52 og 53 í nýju Bændablaði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f