Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matvælastefna mótuð fyrir Ísland
Mynd / BBL
Fréttir 28. ágúst 2018

Matvælastefna mótuð fyrir Ísland

Sjávarútvegs- - og landbúnaðarráðherra hefur sett á fót verkefnisstjórn sem hefur það hlutverk að móta matvælastefnu fyrir Ísland. Matvælastefnan skal liggja fyrir í árslok 2019.

Með matvælastefnunni skulu fylgja tillögur að aðgerðaáætlun til innleiðingar stefnunnar fyrir íslenskt atvinnulíf og stjórnkerfi.

Verkefnastjórnin er þannig skipuð:

  • Vala Pálsdóttir, formaður, skipuð af ráðherra
  • Ingi Björn Sigurðsson, skipaður af ráðherra
  • Ragnheiður Héðinsdóttir tilnefnd af Samtökum iðnaðarins
  • Anna Guðmundsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Sigurður Eyþórsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands

Verkefnastjórar koma frá Matís og auk þess mun Matarauður Íslands eiga áheyrnarfulltrúa.

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að á Íslandi séu um margt kjöraðstæður til að framleiða úrvals matvörur - þökk sé hreinu vatni, jarðvegi og andrúmslofti. Þá sé lífríki hafsins ríkulegt, orkugjafar umhverfisvænir og hér sé dýrmæt matarhefð.

„Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að Ísland skuli vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs á alþjóðlegum mörkuðum. Þá beri að nýta tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi, þróa á lífhagkerfið enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu,“ segir í tilkynningunni.

Verkefnisstjórnin mun hafa eftirfarandi þætti að leiðarljósi við mótun matvælastefnunnar:

  • Stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu í gegnum virðiskeðjuna
  • Bætt aðgengi að hollum matvælum með áherslu á lýðheilsu
  • Nýsköpun, vöruþróun og virðissköpun í virðiskeðjunni
  • Uppruna matvæla, merkingar og matvæla öryggi
  • Aðgengi að upplýsingum og gegnsæi
  • Mikilvægi þess að draga úr matarsóun
  • Samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f