Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jólaævintýri Hugleiks
Menning 4. desember 2023

Jólaævintýri Hugleiks

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Við minnum á að Leikfélagið Hugleikur, sem allir landsmenn þekkja, setur nú á svið Jólaævintýri Hugleiks.

Verður verkið sýnt í Gamla bíói dagana 10. og 17. desember, en það byggir á Jólasögu Charles Dickens um Ebenezer Scrooge. Að hætti hugleikskra manna gefst áhorfendum nú tækifæri til þess að sjá útsetningu þessa fræga verks í íslenskum raunveruleika seint á 19. öld, vel skreytta með söng og dansi. Fyrir þá sem ekki vita hefur félagið þá sérstöðu meðal íslenskra leikfélaga að leikverkin sem það hefur sýnt eru nánast öll samin af meðlimum hópsins og ávallt með tengingar úr íslensku þjóðlífi.

Hugleikur setti Jólaævintýrið fyrst á svið fyrir 18 árum og má segja að fáir meðlima leikfélagsins geti hugsað sér jólin án þess að hlýða á tónlist sýningarinnar. Höfundar þeirra fögru tóna eru Ljótu hálfvitarnir, þeir Snæbjörn Ragnarsson (Skálmöld) og Þorgeir Tryggvason. Þeir eru einnig höfundar verksins ásamt Sigrúnu Óskarsdóttur og Sigríði Láru Sigurjónsdóttur.

Jólaævintýri Hugleiks er hin besta skemmtun fyrir alla aldurshópa, lystilega stýrt af Gunnari Birni Guðmundssyni sem hefur m.a. leikstýrt fjölda áramótaskaupa.

Sýnt verður sunnudagana 10. og 17. desember, báða daga klukkan 16 og svo 20. Miðasölu er að finna á Tix (www.tix.is) og rétt er að taka fram að sýnt verður í Gamla bíói og því ekki við öðru að búast en að stemningin verði sérstaklega jólaleg og falleg.

Skylt efni: Hugleikur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f