Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hryssa í blóðtökubás á Álftarhóli.
Hryssa í blóðtökubás á Álftarhóli.
Fréttir 10. júlí 2023

Lögreglan fellir niður blóðmerarannsókn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rannsókn lögreglu á meðferð hryssna við blóðtöku hefur verið felld niður.

Matvælastofnun hafði áður rannsakað þá meðferð sem kom fram í myndbandi sem dýrverndarsamtökin AWF og TBZ birtu á vefmiðlinum Youtube í nóvember 2021. Þá óskaði MAST eftir frekari upplýsingum og óklipptu myndefni frá dýraverndarsamtökunum en fékk þau ekki afhent. Í yfirlýsingu sem talsmenn AWF/TBS sendu frá sér í desember 2021 sögðust þau ekki ætla að afhenda MAST nein óklippt myndbönd en væru viljug til samstarfs ef opinber rannsókn færi fram. Vísaði MAST því málinu til lögreglu til frekari rannsókna í lok janúar 2022.

Morgunblaðið hefur eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, að málinu hefði verið vísað frá ári síðar, eða í lok janúar síðastliðinn Lögreglan hafi ítrekað reynt að komast yfir frekari gögn frá dýraverndarsamtökunum en þau hafi skýlt sér bak við þýsk lög sem krefji þau ekki til þess að afhenda frekari gögn.

Heimildin segir hins vegar frá því að fulltrúar dýraverndarsamtakanna hafi verið viljug til að afhenda gögnin, en gegnum réttarbeiðni í því skyni að tryggja best sönnunargildi gagnanna. Slík beiðni hefði hins vegar aldrei borist frá Íslandi.

Skylt efni: blóðmerahald

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f