Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hlýnandi loftslag hefur bætt skilyrði til kornræktar.
Hlýnandi loftslag hefur bætt skilyrði til kornræktar.
Mynd / ÁL
Fréttir 23. október 2023

Loftslagsbreytingar hafa umtalsverð áhrif á Ísland

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fjórða matskýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar var gefin út og kynnt þann 18. október.

Skýrsluhöfundar segja hana staðfesta að áhrifa loftslagsbreytinga sé farið að gæta á náttúrufar og lífsskilyrði hérlendis.

Áhrif má þegar sjá á afkomu jökla, vatnafari, lífríki á landi og aðstæðum í sjó. Veðurfar og náttúruaðstæður á Íslandi og hafinu í kring verða í lok aldarinnar án fordæma frá upphafi byggðar. Þá muni súrnun sjávar og hlýnun breyta umhverfisaðstæðum og útbreiðslusvæðum tegunda í hafi. Frá þessu er greint í ágripi skýrslunnar.

Þá muni loftslagsbreytingar hafa umtalsverð áhrif á uppbyggða innviði og atvinnuvegi, ásamt því að skapa áskoranir í geirum þar sem viðbrögð við hlýnun geti haft jákvæð áhrif í för með sér. Áhrif loftslagsbreytinga erlendis geti skapað kerfisáhættu á Íslandi, til dæmis með áhrifum á aðfangakeðjur, fæðuöryggi og lýðheilsu. Loftslagsbreytingar muni enn fremur hafa áhrif á verðlag, fjármálastöðuleika og öryggi fjármálakerfisins. Aðlögun að og viðbrögð við loftslagsvandanum muni krefjast umbyltingar í neyslu, iðnaði og tækni.

Helstu ályktanir vísindanefndarinnar eru meðal annars þær að mikilvægt sé að draga sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðlagast þeim breytingum sem óumflýjanlegar eru. Þá sé regluleg vöktun og greining á náttúrufari, lífríki og samfélagi forsenda þess að hægt sé að fylgjast með þeim breytingum sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér. Enn fremur þurfi fjármögnun loftslagsaðgerða og aðlögunar að vera trygg, ásamt því sem hvatar til samdráttar í losun þurfi að vera til staðar.

Ræktunarskilyrði hérlendis verða gjörbreytt í lok aldarinnar frá því sem nú er – jafnvel þó markmið Parísarsáttmálans um að halda hlýnun innan 2 °C náist. Jákvæðra áhrifa hefur gætt á kornrækt og raungerist hlýrri sviðsmyndir verði hægt að rækta korn til manneldis á nær öllu ræktarlandi. Þó geti hlýnun haft í för með sér aukna uppgufun og því þurfi meiri úrkomu til að viðhalda sama rakastigi í jarðvegi og áður. Vísindanefnd um loftslagsbreytingar er skipuð af ráðherra og er ætlað að kortleggja ástand þekkingar á loftslagsbreytingum og áhrifa þeirra á Íslandi.

Skylt efni: loftslagsbreytingar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f