Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Það er alltaf líf og fjör í leikhúsinu – jafnt á sviðinu og fyrir aftan það.
Það er alltaf líf og fjör í leikhúsinu – jafnt á sviðinu og fyrir aftan það.
Menning 4. mars 2024

Lína Langsokkur

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Lína Langsokkur er ein þeirra ástkæru sögupersóna sem hafa fylgt okkur síðan fyrir miðja síðustu öld.

Eydís Ósk Sævarsdóttir í hlutverki Línu Langsokks.

Höfundur hennar, Astrid Lindgren, segir frá stelpunni Línu, sem níu ára gömul hefur þann ofurkraft að vera sterkasta stúlka í heimi og býr alein í húsinu Sjónarhóli með hestinum sínum og apanum Níels þar sem faðir hennar er ævintýramaður á sjó. Hún vingast við nágrannabörnin, þau Tomma og Önnu, en saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.

Leikfélag Mosfellsbæjar hefur nú sýningar á verkinu, en um þrjátíu manns koma að uppsetningunni. Leikstjóri er Aron Martin Ásgerðarson, leikmynda- og búningahönnuður Eva Björg Harðardóttir, tónlistarstjóri Þorsteinn Jónsson og danshöfundur Elísabet Skagfjörð.

Leikfélagið segir mikinn áhuga hafa verið á verkinu en æfingaferlið hófst með kynningarfundi þann 15. janúar og mæting mjög góð. Eins og vaninn er skrá þeir sem áhuga hafa niður upplýsingar um sig og hvar áhugasvið þeirra liggur, hvort sem það er að standa á sviði, við leikmyndasmíð, hönnun og gerð búninga, í tónlist, ljósum eða öðru. Strax í sömu viku voru leik- og söngprufur og síðan hófust æfingar sem hafa gengið mjög vel.

Frumsýning er sunnudaginn 3. mars en verður sýnt í Bæjarleikhúsinu klukkan 14. Áframhaldandi sýningar verða á sunnudögum og fer miðasala fram á tix.is

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...