Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Að nota skógrækt til landbóta bindur ekki bara jarðveg heldur býr skógurinn til skjól fyrir landsvæðið í kring.
Að nota skógrækt til landbóta bindur ekki bara jarðveg heldur býr skógurinn til skjól fyrir landsvæðið í kring.
Á faglegum nótum 27. febrúar 2018

Lífið er vatn og vatn fyrir alla

Ísland var fyrr á tíð eðlilega skilgreint sem túndra, ekki það að það hafi verið á túndrubeltinu heldur einfaldlega vegna ástandsins á landinu. Það var og er enn skilgreint hnattrænt á barrskógarbeltinu og verður líklega í laufskógabeltinu ef fram fer sem horfir. 
 
Landnemar gengu á landsins gersemar. Aðstæður breyttust og hefur það haft áhrif á þjóðina og aukið á harða lífsbaráttu. Ágangur mannsins í tímans rás gekk mjög á landsins gæði. 
 
Upp úr þarsíðustu alda­mót­um,1900, var landið orðið gróður­snautt og auðnir sanda og hásléttna voru einkenni Íslands, ásamt jöklum. Átak var hafið til að binda þessi auðu svæði þrautseigum gróðri svo landið fyki ekki út á haf.
 
Nokkru síðar hófst yfirgrips­mikil aðgerð um land allt við að ræsa fram votlendi með það fyrir augum að stækka ræktarland og haga (beitiland). Meiri framleiðni gróðurs, sem nýtist í fóður, er á framræstu landi en í mýrum.
 
Aðferðir til að hefta sandfok
 
Í áranna rás hefur gengið vel að finna aðferðir til að hefta sandfok og binda land en verkefnin eru enn stór. Ein aðferð er að nýta hávaxnari gróður en grös til bindingar og eru ýmsar tegundir hentugar, t.d. tré. 
Gróður þarf vatn til uppbyggingar. Þar sem tóra nægjusamar og þrautseigar plöntur er væntanlega vottur af vatni. Regnvatn drýpur ekki eins hratt í gegnum jarðveginn þar sem plöntur nýta sér það og því má segja að vatnið staldri lengur við (Líkt og með peningahagkerfið, því meira sem peningar nýtast í heimabyggð, því blómlegri er byggðin.). 
 
Að nota skógrækt til landbóta bindur ekki bara jarðveg heldur býr skógurinn til skjól fyrir landsvæðið í kring. Þetta felur í sér ótalmarga kosti. Tré, eins og annar gróður, nýta fyrst og fremst vatn og loft til uppbyggingar. Því umfangsmeiri og stærri sem plantan sækist eftir að vera, því meira vatn þarf hún til að binda kolefni úr loftinu. 
 
Þar sem mörg tré koma saman er mikið vatn á ferðinni. Á sumrin nýtist vatnið uppvexti trjáa og dýra. Að vetri safnast snjór fyrir í skóginum og bráðnar svo hægt fram eftir vori. Þannig nýtist vætan lífríkinu betur en ef snjórinn bráðnaði allur hratt í fyrstu vorhlýindunum eins og gjarnan gerist á gróðursnauðu landi. 
 
Stærstu tré hátt til fjalla
 
Stærstu tré jarðar (m.a. mammúttré (Sequoia)) er að finna hátt uppi í fjöllum þar sem mikill raki er í loftinu, eins konar háfjallaregnskógur. 
 
Regn er ferskvatn; flyst í formi skýja frá heitu lofti úr sjónum í suðri og ummyndast í dögg eða úrkomu þegar kólnar eða þegar norðar dregur. Mikilvægt er að ferskvatn staldri sem lengst við á landi frekar en að renna hindranalaust í sjóinn. Selta sjávarins er grundvöllur að jafnvægi loftslags í hnattrænum skilningi. 
 
Ef gróðurs nyti ekki við myndi regnvatnið skolast eftir fjallshlíðunum, á hraðri leið sinni til sjávar en síður ofan í grunnvatnið.
 
Allt gróið land hægir á streymi ferskvatns til sjávar en votlendi stöðvar það tíma-bundið. Vatn er í grunninn samsett úr vetni og súrefni. Þegar vatn staðnar súrnar jarðvegur. Í votlendi vex lágvaxinn og sérhæfður gróður. Ef hraðað er á rennsli vatns um votlendi (landið ræst fram) þornar landið smám saman og aðstæður fyrir annan gróður batna, þar á meðal gjöful grös og tré. 
 
Gróið land besta nýtingin
 
Land, sem er gróðri klætt, er besta nýting lands fyrir líf. Því meiri gróður, því meira annað líf. Líf, eins og við þekkjum það, byggist á vatni. Ef Ísland væri klætt gróðri frá fjöru til fjalla tæki vatnið lengri tíma að ferðast til sjávar en nú er. 
 
Ef Ísland væri gróðri klætt væri minna um votlendi og enn minna um súrar mýrar. Með hávaxnari gróðri hægist enn frekar á hraða vatnsins til sjávar. 
 
Ávinningurinn er endalaus: Jafnara ferli vatns frá fjöllum til fjara eykur gróður, bindir kolefni, bætir beitarskilyrði, jafnar rennsli í ám þrátt fyrir vatnsaukningu og það vatn sem loks rennur til sjávar er hlaðið náttúrlegum næringarefnum fyrir lífríki sjávar. Mýrar væru áfram til, en óþarfi væri að ræsa þær fram því gnægð væri af öðru gjöfulla landi. 
 
En Ísland er ekki klætt gróðri
 
Hér hefur nokkuð verið alhæft og hlutir einfaldaðir í því skyni að benda á skynsam-legar áherslur í landgræðslu og skógrækt. Nauðsynlegt er að líta á votlendismálin frá víðu sjónarhorni. Ekki má gleyma skógrækt í því samhengi. Skógrækt er vænlegur valkostur á framræstu landi og þar sem ekki hentar eða vilji er fyrir að fylla í skurði og bleyta í landi á ný. Til lengri tíma er skógrækt ódýr og arðvænleg leið til að ná fram bindingu í framræstu landi. Beita þarf af skynsemi þeim aðferðum sem tiltækar eru, hvort sem það er endurheimt votlendis, landgræðsla eða skógrækt.
 
30.janúar 2018
Hlynur Gauti Sigurðsson, 
framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda.

3 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f