Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, fékk hvatningaverðlaun garðyrkjunnar 2023 en Ásmundur Einar sá um að afhenda verðlaunin.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, fékk hvatningaverðlaun garðyrkjunnar 2023 en Ásmundur Einar sá um að afhenda verðlaunin.
Mynd / MHH
Líf og starf 2. maí 2023

Vilhjálmur og Elínborg handhafar verðlauna

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir og Vilhjálmur Lúðvíksson hlutu garðyrkjuverðlaun á sérstakri hátíðardagskrá Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi sem stóð fyrir opnu húsi á sumardaginn fyrsta.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra færði þeim Elínborgu Erlu og Vilhjálmi verðlaunin.Elínborg Erla hlaut hvatningaverðlaun en hún er, garðyrkjuframleiðandi á Breiðargerði í Skagafirði. Hún útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur úr Garðyrkjuskólanum 2020. Í Skagafirði stundar hún lífræna útiræktun á grænmeti auk þess að vera með ræktun í þremur gróðurhúsum.

Þar að auki er skógrækt á jörð hennar á um 50 hektara svæði samkvæmt samningi við Skógræktina og gróðursettar um 10 þúsund plöntur á ári. Heiðursverðlaun garðyrkjunnar í ár fékk Vilhjálmur Lúðvíksson, verkfræðingur. Vilhjálmur er stúdent frá MR 1961 og hélt svo til Bandaríkjanna þar sem hann lauk doktorsprófi í efnaverkfræði.

Vilhjálmur gegndi stöðu framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs ríkisins og síðar RANNÍS um langt árabil. Auk þess gegndi hann fjölda trúnaðarstarfa fyrir stjórnvöld sem fulltrúi í nefndum og ráðum, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Hann hefur einnig sinnt ritstörfum meðfram öðrum störfum og ritstýrði m.a. Riti Landverndar, bakgrunnsskýrslum á úttektum OECD á vísinda- og tæknistefnu Íslendinga og Garðyrkjuriti Garðyrkjufélags Íslands.

Vilhjálmur Lúðvíksson hlaut heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2023. Hann hefur verið virkur í félagsstarfi í skógrækt og garðyrkju um langt árabil og stuðlað að ýmsum verkefnum sem hafa haft jákvæð áhrif til langs frama.

Skylt efni: Garðyrkjuskólinn

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...