Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, fékk hvatningaverðlaun garðyrkjunnar 2023 en Ásmundur Einar sá um að afhenda verðlaunin.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, fékk hvatningaverðlaun garðyrkjunnar 2023 en Ásmundur Einar sá um að afhenda verðlaunin.
Mynd / MHH
Líf og starf 2. maí 2023

Vilhjálmur og Elínborg handhafar verðlauna

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir og Vilhjálmur Lúðvíksson hlutu garðyrkjuverðlaun á sérstakri hátíðardagskrá Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi sem stóð fyrir opnu húsi á sumardaginn fyrsta.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra færði þeim Elínborgu Erlu og Vilhjálmi verðlaunin.Elínborg Erla hlaut hvatningaverðlaun en hún er, garðyrkjuframleiðandi á Breiðargerði í Skagafirði. Hún útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur úr Garðyrkjuskólanum 2020. Í Skagafirði stundar hún lífræna útiræktun á grænmeti auk þess að vera með ræktun í þremur gróðurhúsum.

Þar að auki er skógrækt á jörð hennar á um 50 hektara svæði samkvæmt samningi við Skógræktina og gróðursettar um 10 þúsund plöntur á ári. Heiðursverðlaun garðyrkjunnar í ár fékk Vilhjálmur Lúðvíksson, verkfræðingur. Vilhjálmur er stúdent frá MR 1961 og hélt svo til Bandaríkjanna þar sem hann lauk doktorsprófi í efnaverkfræði.

Vilhjálmur gegndi stöðu framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs ríkisins og síðar RANNÍS um langt árabil. Auk þess gegndi hann fjölda trúnaðarstarfa fyrir stjórnvöld sem fulltrúi í nefndum og ráðum, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Hann hefur einnig sinnt ritstörfum meðfram öðrum störfum og ritstýrði m.a. Riti Landverndar, bakgrunnsskýrslum á úttektum OECD á vísinda- og tæknistefnu Íslendinga og Garðyrkjuriti Garðyrkjufélags Íslands.

Vilhjálmur Lúðvíksson hlaut heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2023. Hann hefur verið virkur í félagsstarfi í skógrækt og garðyrkju um langt árabil og stuðlað að ýmsum verkefnum sem hafa haft jákvæð áhrif til langs frama.

Skylt efni: Garðyrkjuskólinn

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...