Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðrún Dröfn Pálsdóttir heldur fagmannlega um hespuna.
Guðrún Dröfn Pálsdóttir heldur fagmannlega um hespuna.
Mynd / Svanhildur Pálsdóttir
Líf og starf 20. júlí 2021

Vel heppnuð Prjónagleði á Blönduósi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Prjónagleðin var mjög vel heppnuð og hér var fjölmenni,“ segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Prjónagleðinnar, sem haldin var á Blönduósi á dögunum. Prjónagleðin var nú haldin í fimmta sinn, sú fyrsta var árið 2016 en hátíðin í fyrra féll niður vegna samkomutakmarkana út af kórónuveirunni. „Það var alveg greinilegt að prjónarar voru í mikilli þörf fyrir samveru og virkilega gaman að upplifa gleðina og áhugann sem svo sannarlega var við völd,“ segir Svanhildur. Haldin voru alls 15 námskeið og þá var fjölmenni á fyrirlestrum sem í boði voru á Prjónagleði. Viðburðir eins og prjónaganga og prjónamessa mæltust vel fyrir. Garnatorg var í íþróttamiðstöð, þar var hjarta hátíðarinnar þar sem 22 aðilar buðu garn og aðrar prjónatengdar vörur til sölu. Ístex kynnti þar ullarsængur sínar og kodda og fyrirtækið sýndi einnig peysurnar úr síðustu Lopabók.

Vinningsvesti

Vinningsvestin úr hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar voru einnig til sýnis á Garntorginu en Ragnheiður Guðmundsdóttir varð hlutskörpust í þeirri samkeppni með vesti sem nefnist Hraun, þá var Fractal eftir Guðlaugu Svölu Steinunni Kristjánsdóttur í öðru sæti og Sólrún eftir Hilmu Eiðsdóttur Bakken í því þriðja. „Samveran sem Prjónagleðin bauð upp á var afar dýrmæt og nýttu prjónarar hvert tækifæri til þess að safnast saman og prjóna í minni og stærri hópum,“ segir Svanhildur. Næsta Prjónagleði verður haldin á Blönduósi eftir tæpt ár, dagana 10.–12. júní 2022.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...