Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Áhöfnin á Gottu VE 108.
Áhöfnin á Gottu VE 108.
Líf og starf 6. desember 2018

Tilgangurinn að sækja sauðnaut og efla byggðir á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mótorbáturinn Gotta VE 108 fór til Grænlands árið 1929 með ellefu manna áhöfn. Tilgangurinn var að fanga sauðnaut, sem ætlað var að yrðu vísir að nýrri búgrein á Íslandi.

Í bókinni Grænlandsför Gottu segir höfundurinn og útgefandinn, Halldór Svavarsson, frá ferðinni þar sem skipshöfnin lenti oft í mikilli hættu og hremmingum, þar sem lítið mátti út af bregða.

Ferðin heppnaðist að mestu leyti vel og voru nautin höfð almenningi til sýnis á Austurvelli í Reykjavík. Þrátt fyrir að lítið yrði úr áformum um sauðnautaeldi á Íslandi.

Halldór, sem er úr Vestmanna­eyjum, segist muna eftir Gottu sem fiskibát frá því að hann var strákur og hann segist hafa heyrt talað um Grænlandsferðina en vissi lítið um hvað hún snerist. „Ég er grúskari í eðli mínu og rakst löngu síðar á grein um ferðina í Ársriti Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, Blik, sem vakti áhuga minn. Í framhaldi af því fór ég að skoða heimildir um ferðina og grafa upp meira af upplýsingum. Ég fór á öll söfn sem ég taldi að gætu geymt upplýsingar um ferðina og leitaði fanga auk þess sem ég talaði við alla niðja þeirra sem fóru í ferðina og safnaði ljósmyndum sem teknar voru í ferðinni og tengdust henni. Á meðan á upplýsingaöfluninni stóð fann ég fyrir talsverðum áhuga á ferðinni.

Tilgangur ferðarinnar var að sækja til Grænlands sauðnaut og flytja þau til Íslands og efla þannig byggð í landinu þar sem hún var að leggjast af. Eldið tókst ekki sem skyldi og að mínu mati aðallega vegna vanþekkingar.

Smám saman skýrðist myndin og þekkingin jókst og á endanum ákvað ég að taka efnið saman og gefa það út í bók.“ 

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...