Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Gunnar V. Andrésson og Sigmundur Ernir Rúnarsson hafa með góðri samvinnu skapað eigulega bók þar sem tíðaranda fimm áratuga eru gerð skil.
Gunnar V. Andrésson og Sigmundur Ernir Rúnarsson hafa með góðri samvinnu skapað eigulega bók þar sem tíðaranda fimm áratuga eru gerð skil.
Mynd / Forlagið
Líf og starf 27. nóvember 2025

Tíðarandi hálfrar aldar í máli og myndum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Út er komið yfirlitsverk með úrvali mynda eftir fréttaljósmyndarann Gunnar V. Andrésson. Lipur texti Sigmundar Ernis Rúnarssonar gæðir þær lífi.

Bókin Spegill þjóðar í útgáfu Máls og menningar hefur að geyma eftirminnilegustu myndir Gunnars V. Andréssonar, sem var einn af helstu fréttaljósmyndurum landsins í hálfa öld. Fyrsta blaðaljósmynd hans birtist í Lesbók Tímans þegar hann var 16 ára. Árið 1968, þegar Gunnar var 18 ára gamall, tók hann mynd af flugslysi í Reykjavík sem birtist á forsíðu Tímans og hefst bókin Spegill þjóðar þar. Að auki við Tímann starfaði Gunnar hjá Vísi, DV og síðast á Fréttablaðinu. Þar lét hann af störfum árið 2018, kominn á eftirlaunaaldur.

Fyrir þá sem upplifðu ekki þá tíma sem gert er skil í bókinni gæðir texti Sigmundar Ernis Rúnarssonar þær miklu lífi. Lesendur fá innsýn í baksögu hverrar myndar, sem oft er mun skemmtilegri en fréttin sem þær fylgdu á sínum tíma. Textinn er snarpur og er auðvelt að gleyma sér í tíðaranda liðinna áratuga þegar flett er í gegnum Spegil þjóðar. Sigmundur og Gunnar kynntust þegar þeir störfuðu saman á Vísi og DV í upphafi níunda áratugarins og skín í gegn að þeir hafa skemmt sér við vinnu þessa verks.

Myndunum í bókinni er raðað í tímaröð þar sem ein eða örfáar myndir úr tilteknum verkefnum eru á hverri opnu. Erfitt hefur verið að velja myndir af hálfrar aldar ferli, enda aðeins örfáar myndir frá hverju ári sem birtast í bókinni. Þegar flett er í gegnum bókina sést hversu næmt fréttanef Gunnar hefur haft, því að margar þeirra sýna markverðustu viðburði þjóðarinnar í þá hálfu öld sem hann vann við fagið. Margar myndanna hafa lifað í minni þjóðarinnar án þess að almenningur viti hver höfundur þeirra var. Ein sú allra þekktasta sýnir Bill Clinton í lúgunni á pylsuvagni Bæjarins beztu árið 2004.

Bókin er eigulegur gripur og prentuð á vandaðan pappír. Í huga undirritaðs eru það hins vegar mikil vonbrigði að þær myndir sem Gunnar tók í lit, ýmist stafrænt eða á filmu, eru prentaðar svarthvítar og er útkoman í sumum tilfellum nokkuð flöt.

Auðvelt er að segja að bókin beri nafn með rentu, því að Gunnar hefur sannarlega speglað þjóðina í myndum sínum.

Össur Skarphéðinsson, þáverandi umhverfisráðherra, krukkar í feldinn á ungum hvítabirni sem fannst á sundi úti fyrir ströndum landsins árið 1993. Gunnar V. Andrésson tók þessa mynd fyrir DV.

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...