Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þakklátir að Íslendingar nenna á tónleika með okkur
Líf og starf 21. júlí 2021

Þakklátir að Íslendingar nenna á tónleika með okkur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Við erum afskaplega þakklátir Íslendingum fyrir að nenna að koma á tónleika með okkur,“ segir Jógvan Hansen sem ásamt félaga sínum, Friðriki Ómari Hjörleifssyni hafa verið á flakki um landið síðustu vikur. Yfirskrift tónleikaferðar þeirra er Sveitalíf ll, en í fyrra hófu þeir ferðalag um landið með yfirskriftinni Sveitalíf sem uppsveifla Kórónuveirunnar á miðju sumri batt enda á.

„Við gefumst aldrei upp, erum ævintýramenn og höfum gaman af þessu svo við ákváðum að reyna aftur núna í sumar. Það hefur gengið glimrandi vel,“ segir Jógvan. Alls verða tónleikarnir í sumar 27 talsins, en 7 eru eftir, hér og hvar á Snæfellsnesi og Vesturlandi en sá síðasti er í gamla heimabæ Friðriks Ómars, Dalvík.

Eiga samleið með fólki á litlu stöðunum

„Við settum túrinn þannig upp að við heimsækjum lítil byggðalög, leigum félagsheimili hingað og þangað en flest utan alfararleiðar. Við eigum báðir rætur í litlum þorpum, í sannkölluðu dreifbýli og finnum mikinn samhljóm með fólki á þeim stöðum,“ segir Jógvan. Viðtökur hafa verið góðar og gestir þakklátir fyrir skemmtunina, en hann segir að efnisskráin byggist upp á gömlu góðu lögunum sem flestir þekkja í bland við nýrri og þeirra eigin lög. Þeir spjalli gjarnan á léttu nótunum á milli laga, „allar sögurnar sem við segjum er sannar, en vera má að á stöku stað ýkjum við örlítið, svona upp á skemmtanagildið.“

Jógvan Hansen og Friðrik Ómar Hjörleifsson. 

Bolirnir seljast eins og heitar vöfflur

Jógvan fékk þá snilldarhugmynd að láta prenta á boli fyrir ferðina og selja landsmönnum að loknum tónleikum. Friðrik Ómar var ekki eins hrifinn af hugmyndinni en niðurstaðan var að prófa frekar pent með 100 boli í farteskinu. Skemmst er frá því að segja að lagerinn seldist upp á augabragði. Þá voru pantaðir 800 bolir til viðbótar og gengur salan sérlega vel. Á bolunum stendur; Ég er sveitalubbi.  „Þessi bolir hafa selst eins og heitar vöfflur,“ segir hann. „Áletrunin held ég að höfði til Íslendinga sem flestir hverjir geta rakið ættir sínar inn til einhverra dala.“

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...