Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Forsvarsmenn sveitarfélaganna fjögurra ásamt forsvarsmönnum hestamannafélagsins Jökuls í reiðhöllinni á Flúðum við undirritun samstarfssamningsins
Forsvarsmenn sveitarfélaganna fjögurra ásamt forsvarsmönnum hestamannafélagsins Jökuls í reiðhöllinni á Flúðum við undirritun samstarfssamningsins
Líf og starf 25. janúar 2023

Sveitarfélög styðja hestamenn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, undirrituðu nýlega samstarfssamning við Hestamannafélagið Jökul.

Tilgangur samningsins er m.a. að efla samstarf sveitarfélaganna og hestamannafélagsins Jökuls, tryggja öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga og efla starf félagsins.

„Áhersla er á fagmennsku og þekkingu í starfi félagsins og forvarnir með fræðslu til iðkenda og starfsmanna um skaðsemi vímuefna, einelti, kynbundið áreiti, kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Í samningnum, sem gildir út árið 2026, er kveðið á um árlegan fjárhagslegan stuðning sveitarfélaganna við félagið,“ segir í tilkynningu frá sveitarstjóra Bláskógabyggðar, Ástu Stefánsdóttur.

Hestamannafélagið Jökull var stofnað árið 2022, eftir sameiningu hestamannafélaganna Loga, Smára og Trausta og nær starfssvæði þess yfir öll sveitarfélögin fjögur. Í tilkynningu segir að ánægja sé með sameininguna og hafi nú þegar sýnt sig að starf félagsins sé öflugt.

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.