Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Starfsfólkið í minkabúinu Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var íklætt Pollapönkarabúningum þegar það tók á móti gestum í opnu húsi laugardaginn 24. maí. Eigendur búsins, þau Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson, eru fyrir miðri mynd.
Starfsfólkið í minkabúinu Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var íklætt Pollapönkarabúningum þegar það tók á móti gestum í opnu húsi laugardaginn 24. maí. Eigendur búsins, þau Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson, eru fyrir miðri mynd.
Líf og starf 6. júní 2014

Minkabændur í Mön kynntu starfsemi sína

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á þriðja hundrað manns mættu á opið hús laugardaginn 24. maí síðastliðinn hjá Katrínu Sigurðardóttur og Stefáni Guðmundssyni, minkabændum í Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Tilgangur þessa viðburðar var að uppfræða og kynna starfsemi minkabúsins fyrir almenningi.

Athygli vakti að eigendur búsins og starfsmenn klæddust Pollapönksbúningum í ýmsum skærum litum í tilefni dagsins. Með því vildu þeir vekja athygli á fordómum sem gjarnan ber á gagnvart búgreininni vegna þekkingarleysis. Boðskapur Pollapönkara um enga fordóma átti því vel við.

Dagurinn mæltist vel fyrir. Gestir fengu að halda á litlum minkahvolpum en got er nú nýafstaðið. Fólk fékk leiðsögn um búið og fræðslu um búskapinn og vinnslu skinnanna. Til sölu var handunnið minkaskart sem Katrín vinnur. Fyrir yngstu kynslóðina var barnahorn þar sem hægt var að taka þátt í teiknimyndasamkeppni og blása í blöðrur. Allir fengu svo heimabakaðar veitingar í lokin.

Heppnaðist þessi dagur hið besta og gestir fóru fróðari heim

12 myndir:

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f