Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Johan Andersson og Gunnar Dan Wiium, frumkvöðlar og ræktendur iðnaðarhamps í Skammadal vita að hampplöntur binda meira kolefni og framleiða meira súrefni en nokkur planta, auk þess að hreinsa jarðveginn.
Johan Andersson og Gunnar Dan Wiium, frumkvöðlar og ræktendur iðnaðarhamps í Skammadal vita að hampplöntur binda meira kolefni og framleiða meira súrefni en nokkur planta, auk þess að hreinsa jarðveginn.
Mynd / Waldorfskólinn Sólstafir
Líf og starf 9. júlí 2021

Með föstudagspitsuna í bígerð

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Félagarnir Johan Andersson og Gunnar Dan Wiium eru forsvarsmenn hampræktunar í Waldorfskólanum Sólstöfum í Reykjavík. Þar, í tengslum við sjálfbærnilotu skólans, hafa börnin í 6.–7. bekk fengið að fræðast um möguleika iðnaðarhamps og meðal annars fengið Loga Unnarsson Jónsson, meðstjórnanda Hampfélags Íslands í heimsókn.

Í kjölfarið forræktuðu nemendur hampplöntur og nú síðast í lok skólaársins gróðursett afraksturinn, alls 2.500 plöntur á lóð í Skammadal. Áætlað er að ekki síðar en í haust hafi plönturnar náð þeim þroska að eftir uppskeru sé hægt að vinna úr þeim hráefni til að steypa pitsuofn á skólalóðinni! Gaman er að segja frá því að hampsteypa er umhverfisvæn á þann hátt að hún andar og kemur þannig í veg fyrir myglu, jafnframt því að vera bæði einangrandi og eldþolin.

Planta sem getur orðið allt að tveimur metrum að hæð

„Við fengum yrki sem heitir 'Erlina' frá Hampfélaginu, en það hentar mjög vel fyrir íslenskt loftslag. Plantan, sem getur orðið allt að tveimur metrum að hæð, er sérstaklega hugsuð til ræktunar fyrir stönglana – eða trefjarnar sem fást úr þeim. Hann Logi Unnarsson Jónsson heimsótti okkur í skólann fyrir nokkru og í kjölfarið kviknaði áhugi hjá okkur Johani, í hvað væri hægt að nýta plöntuna,“ segir Gunnar.

Hægt er að vinna „steypu“ úr hampinum

„Já, eða til dæmis hvernig plantan tengdist mat ... segir Johan brosandi, enda kokkur í skólanum og mikill áhugamaður um sjálfbærni. Eitt af því sem Logi ræddi um og sýndi okkur var að hægt er að vinna „steypu“ úr hampinum, og þá kom hugmyndin að pitsuofni!“ "Nú, við höfðum verið að forrækta hampfræ í skólanum, í sjálfbærnilotu með krökkunum í 6.–7. bekk, með það fyrir augum að gróðursetja afraksturinn uppi í Skammadal og nýta jurtina í eitthvað spennandi. Og þarna kom það! Pitsa alla föstudaga! 

Í framhaldinu komumst við að því að það er til vél sem flakkar á milli hampbænda, en með henni er hægt að aðskilja trefjarnar frá tréninu. Steypan er svo búin til í hlutföllunum 1-1-1, eða trefjar, vatn og kalkþörungur. Logi, sem er lærður byggingatæknifræðingur, hafði gert tilraun með að bræða saman þessa blöndu sem myndaði steypuklump. Það var samt svo klikkað að halda á klumpinum sem vanalega myndi vega um 5 kg – en hann var kannski tæpt kíló,“ segir Gunni.

„Reyndar gæti verið gott að blanda fjórða efninu við, einhverju bindiefni eins og þara eða mögulega kúaskít. Við áætlum bara að taka eitt skref í einu með bjartsýnina að vopni,“ bætir Johan við. Þar sem nemendur skólans eru í reglulegum handverks- og sjálfbærnilotum sjá þeir Gunni og Johan fyrir sér að hægt væri að virkja þá við smíði og hönnun pitsuofnsins.

„Við verðum með steypusökkul og steypum svo ofan á hann,“ segir Gunni ákveðinn. Pælingin er, til þess að fá ofninn kúlulaga, að nota Pilatesbolta (sem væri mögulega hægt að nappa á skrifstofu skólans) og steypa utan um hann einhvern veginn. Það gæti verið handverkslota fyrir krakkana. Uppskeran væri þá ein handverkslotan, að ná hráefninu úr plöntunni væri önnur, ein handverkslota mögulega notuð í að búa til steypuprufur, svo ein í að búa til mótið ... þetta á eftir að koma í ljós. Svo er það sem Logi ekki veit, að prufa hvort steypan þoli 3–400 gráða hita því það er það sem við þurfum svo við getum haft pitsu alla föstudaga,“ segja þeir félagar fullir sjálfstrausts, vitandi það að hampur er nytjajurt framtíðarinnar. 

Skylt efni: iðnaðarhampur

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...