Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Úrbætur í framleiðslu, að draga úr matarsóun og breytingar á mataræði okkar er sagt nauðsynlegir þættir í endurnýjun norrænna matvælakerfa og hins nýnorræna eldhúss.
Úrbætur í framleiðslu, að draga úr matarsóun og breytingar á mataræði okkar er sagt nauðsynlegir þættir í endurnýjun norrænna matvælakerfa og hins nýnorræna eldhúss.
Mynd / Yadid Levy-Norden.org
Líf og starf 5. febrúar 2025

Kraftur í nýnorrænni matargerð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Blásið hefur verið nýju lífi í nýnorræna matargerðarhreyfingu í takt við nýja tíma.

Claus Meyer.

Stefnuyfirlýsing tólf þekktra matreiðslumanna frá öllum Norðurlöndunum árið 2004, um nýja norræna matargerð, markaði upphaf að breytingum á norrænni matarmenningu. Í henni var áhersla lögð á kraft náttúrunnar, gæði matvæla úr nærumhverfi og birt tíu viðmið sem áttu að vera leiðbeinandi fyrir bragðgóða, árstíðabundna, heilnæma og sjálfbæra matargerð, þvert á norræn landamæri.

Stefnuyfirlýsing matreiðslumannanna var afhent Norrænu ráðherranefndinni sem setti í kjölfarið hugtakið nýnorrænan mat á pólitíska dagskrá. Markmiðið var, og er enn, að þróa nýjan norrænan mat frá hugmyndafræði yfir í lífsstíl sem er betri fyrir náttúruna, íbúana og norrænt samfélag í heild.

Enn glímt við það sama

Sagt er frá því á vefsíðu Norræns samstarfs að frumkvöðullinn og mataraðgerðasinninn Claus Meyer, sem var drifkrafturinn á bak við stefnuyfirlýsinguna, leggi áherslu á mikilvægi þess að fá næstu kynslóð kokka, leiðtoga í matargerð og félagasamtök til að taka þátt í að efla norrænu matargerðarhreyfinguna og framlag hennar til sjálfbærs og heilbrigðs matarumhverfis á Norðurlöndum.

„Þrátt fyrir að yfirlýsingin um nýnorræna eldhúsið, og hreyfingin sem varð kveikjan að henni, hafi haft mun meiri áhrif en við gátum ímyndað okkur, eru margar áskorananna enn þær sömu en aðrar nýjar eru nú skýrari. Við höfum ekki enn umbylt matarvenjum okkar á Norðurlöndum þannig að við getum skapað matvælakerfi og matarmenningu sem eru raunverulega lífvænleg,“ segir Claus Meyer.

Nútíminn kalli á nýja hugsun

Nú, tuttugu árum eftir útkomu stefnuyfirlýsingar matreiðslu- mannanna, eru áskoranir á borð við loftslagsvandann og þverrandi kunnáttu almennings í matargerð sagðar kalla á nýjar aðgerðir. Var því blásið til tveggja daga ráðstefnu í Malmö í Svíþjóð undir lok síðasta árs. Þangað var 65 áhrifaaðilum úr öllum greinum norræns matvælaiðnaðar boðið og „leitað lausna á nokkrum af helstu úrlausnarefnum samfélagsins – allt frá loftslagsvandanum til þverrandi kunnáttu í matargerð,“ eins og segir á vefsíðu Norræns samstarfs. Næsta kynslóð áhrifavalda í heimi matargerðar og hagsmunaaðilar í allri virðiskeðjunni hafi komið saman til að vinna að sjálfbærri og viðnámsþolinni framtíð á Norðurlöndunum og víðar. Niðurstöður ráðstefnunnar eru sagðar verða kynntar innan skamms.

Framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Karen Ellemann, sagði á ráðstefnunni að pólitískt forgangsmál ráðherranefndarinnar væri að tryggja sjálfbær og heilnæm matvælakerfi á Norðurlöndum. „Þess vegna styðjum við að sjálfsögðu áframhaldandi starf og þvernorræna kynningu á norrænni matargerðarhreyfingu sem var bylting í norrænni matargerð. Það er hreyfing sem er góð fyrir lýðheilsu, samkeppnishæfni, umhverfið og loftslagið,“ sagði Ellemann.

Þrjár meginaðgerðir

Kim Kielsen, sjávarútvegs- og veiðimálaráðherra Grænlands og einn þátttakenda á ráðstefnunni, benti á að bæði matvælakerfi og neysluvenjur væru mjög mismunandi á milli norrænu landanna. Hann sagði mat úr heimabyggð ekki aðeins vera fyrir magann heldur nærði hann einnig andann. Um matarsóun sagði Kielsen að vera ætti markmið allra að nýta allt það sem fólk tæki úr náttúrunni, til þess að koma í veg fyrir og lágmarka matarsóun.

Þá sagði Elin Röös, vísindamaður við sænska landbúnaðarháskólann og sérfræðingur í sjálfbærum fæðukerfum, að ekki væri um neina skyndilausn að ræða en þrjár aðgerðir myndu einkum ráða úrslitum: Úrbætur í framleiðslu, að draga úr matarsóun og breytingar á mataræði okkar. „Þótt norrænu löndin standi frammi fyrir mismunandi úrlausnarefnum í tengslum við virðiskeðju matvæla er margt sem varðar óhagkvæmar neysluvenjur okkar sem við getum tekist á við í sameiningu,“ sagði Röös jafnframt. 

Ný norræn matargerð

Áætlunin Ný norræn matvæli miðar að því að hefja verkefni, greiða fyrir þeim og samhæfa starf sem byggist á stefnuyfirlýsingunni um Ný norræn matvæli. Norræna ráðherranefndin hefur komið að verkefninu frá upphafi.

Strax í upphafi var ein af grunnhugmyndunum að virkja sem flesta í vinnu við að skilgreina norræna matargerð og metnað hennar Bændur, matvælaframleiðendur, stjórnmálamenn, heimilisfræðikennarar, embættismenn, matvælafræðingar,sælkerakokkar og neytendur hafa allir hjálpað til við að móta norræna matargerð.

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.