Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jakob Wayne Robertson mun helga sig áströlskum bökum í vetur.
Jakob Wayne Robertson mun helga sig áströlskum bökum í vetur.
Mynd / ghp
Líf og starf 27. desember 2022

Dund í kófi varð að götubitaverðlaunum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jakob Wayne Vikingur Robertson framleiðir ástralskar bökur í nafni Arctic Pies á Eldstæðinu.

Þegar þremur vinum, Jakobi, Landon Habkouk og Lee Nelson, leiddist ládeyðan í kófinu fóru þeir að mundast við að elda bökur frá heimalandinu. Smjördeigsbökurnar, sem gjarnan eru fylltar með kjöti af einhverju tagi, eru eins konar þjóðarréttur í Ástralíu.

„Þetta er kannski eins og pylsur eru fyrir Íslendingum. Hins vegar getur þú fengið bæði gæðabökur, með góðum hráefnum á veitingastað, en líka bensínsstaðabökur sem skyndibita.“

Þegar bökunum fór að fjölga fram yfir næringarþörf félaganna létu þeir vita af sér á Facebook- grúppum Ástrala, Nýsjálendinga, Breta og Suður-Afríkubúa á Íslandi og eftirspurn eftir bökum varð til. Félagarnir ákváðu því að stofna fyrirtæki kringum bökugerðina að gamni.

„Ég fann Eldstæðið fyrir slysni á netinu en þá var það bara að opna. Við vorum með þeim fyrstu hingað inn. Hér gátum við prófað okkur áfram og þróað bökurnar, en við vissum í raun ekkert hvað við værum að gera,“ segir Jakob.

Fyrirtækið var í raun rekið á tveimur litlum samlokugrillum, sem sérsniðin voru að bökubakstri. „Við gátum gert átta bökur á 20 mínútum og þannig tókum við þátt í pop-up mörkuðum hér og þar.“

Í dag bakar Jakob hins vegar allt deig frá grunni, ásamt því að fylla bökurnar með ýmsu góðgæti. Þess má t.d. geta að vegan baka frá Arctic Pies var valin besti grænmetis- göturéttur ársins á götubitahátíðinni Reykjavík Street Food í sumar. Þar hlaut fyrirtækið einnig önnur verðlaun fyrir besta götubitann og óhætt að segja að áströlsku bökurnar falli í góðan jarðveg.

Viðtökurnar hafa orðið til þess að Jakob ætlar eingöngu að einbeita sér að framleiðslunni í vetur. Hann segir samfélag Eldstæðisins eina af forsendum þess að slíkt verkefni gangi upp. „Ég væri eflaust ekki í þessu nema ég væri með þennan stað. Ég hef lært svo mikið, Eva er rosalega hjálpleg, hér er öll aðstaða sem ég þarf. Svo er mikil samvinna meðal þeirra sem nýta aðstöðuna, það er mjög gott að ráðfæra sig við þau og geta aðstoðað aðra. Þetta er eins og lítil fjölskylda.“

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...