Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Frá Matarmóti Austurlands í fyrra. Þá mættu um 1.000 manns og er gert ráð fyrir álíka fjölda í ár.
Frá Matarmóti Austurlands í fyrra. Þá mættu um 1.000 manns og er gert ráð fyrir álíka fjölda í ár.
Mynd / Austurbrú
Líf og starf 12. nóvember 2025

Austfirskri framleiðslu hampað

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þann 15. nóvember næstkomandi verður Matarmót Austurlands haldið í Sláturhúsinu, menningarmiðstöð á Egilsstöðum. Á málþingi munu nokkrir aðilar kynna sína starfsemi, en eftir hádegi munu um 30 austfirskir framleiðendur kynna gestum sínar vörur.

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, skipuleggjandi Matarmóts Austurlands og verkefnastjóri hjá Austurbrú, segir þetta vera fimmta matarmótið af þessu tagi. „Upprunalega markmiðið var að koma matvælaframleiðendum og þeim sem eru

Matarmót Austurlands verður haldið í gamla sláturhúsinu á Egilsstöðum 15. nóvember og er öllum opið. Ljósmynd tekin á Matarmótinu 2024.

að kaupa og selja vörur í samtal. Fyrstu tvö matarmótin sem við héldum voru lokuð þannig að sýnendur gátu náð góðu spjalli. Síðan kom ósk frá framleiðendum um að opna þetta svo þeir gætu nýtt daginn til að kynna og selja vörur sínar almenningi,“ segir Halldóra.

Ýmislegt til að smakka

„Þetta er orðinn stærsti viðburðurinn sem Austurbrú heldur utan um. Fyrstu þrjú árin vorum við í Hótel Valaskjálf, en sprengdum það hús utan af okkur. Í fyrra notuðum við um 500 fermetra í nýju menningarhúsi í gömlu sláturhúsi hérna á Egilsstöðum og sprengdum það rými líka, en þá voru um þúsund manns sem komu,“ segir Halldóra en að þessu sinni mun Matarmótið fara fram á 800 fermetrum.

„Við leggjum áherslu á að þetta séu austfirskir framleiðendur og hér verða um þrjátíu sýnendur. Við höfum hvatt fólk sem vinnur með landsins gæði að koma og vera með okkur. Þá fáum við Ægi Friðriksson, veitingamann og kennara við matreiðsludeild Menntaskólans í Kópavogi, sem tekur sjö nema með sér. Þau fara daginn áður til að sækja sér hráefni og hitta framleiðendur í héraðinu. Svo vinna þau hráefnið og framleiða einhverja nýstárlega og skemmtilega rétti sem verður hægt að smakka á laugardeginum. Eins fáum við Gunnar Karl kokk sem hefur verið á Dill sem verður í samstarfi við fyrirtækið Tandrabretti sem framleiðir viðarperlur úr austfirskum skógum. Þær verða nýttar til að hita ofna og Gunnar Karl ætlar að töfra fram gúrme-pitsur úr austfirsku hráefni.“

Aðspurð hvers fólk má vænta á básum framleiðanda segir Halldóra: „Það verða ostar – bæði geitaostar og mjólkurostar. Hér verður fiskur – bæði ferskur, harður og siginn. Eins verða sílípiparsósur, handverksbakarí, kaffi sem er brennt á Stöðvarfirði, villibráð, lambakjöt, nautakjöt og lífrænt grænmeti. Þá verður eitthvert handverk, eins og sápur, snyrtivörur og æðardúnssængur. Þetta er eitthvað sem þú vilt ekki missa af!“

Um 30 aðilar munu kynna austfirsk matvæli og handverk. Eins verða fyrirlestrar frá fólki úr bransanum. Mynd tekin á Matarmótinu 2024.

Fyrirlestrar frá framleiðendum

„Fyrir hádegi verðum við með málþing og fyrirlestra í Sláturhúsinu. Við fáum Dóru Svavarsdóttir frá Slow Food til að halda erindi. Svo fáum við hjónin á Sölvanesi í Skagafirði sem eru með eina lífræna sauðfjárbúið á landinu. Eins koma hjónin á bak við Uppspuna á Tyrfingsstöðum sem hafa fækkað sauðfé en fá samt meira úr rekstrinum með því að nýta meðal annars ullina betur. Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir, býflugnabóndi á Austurlandi, mun segja frá sínum rekstri. Þá fáum við ungan bónda frá Færeyjum sem heitir Harriet Olafsdóttir sem hefur tekist að skapa sér mikla atvinnu á sínu búi með því að hugsa út fyrir kassann,“ segir Halldóra.

Viðburðurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Málþingið verður frá 10 til 12.30 og verða sýningarbásar og kynningar opnar frá 14 til 17.

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...