Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Styrkþegar við úthlutunarathöfn fór fram í Óbyggðasetrinu 18. mars 2021.
Styrkþegar við úthlutunarathöfn fór fram í Óbyggðasetrinu 18. mars 2021.
Mynd / Friðrik Indriðason
Líf og starf 13. apríl 2021

Átján verkefni fá styrki úr Samfélagssjóði Fljótsdals

Samfélagssjóður Fljótsdals var formlega stofnaður í apríl árið 2020 með veglegu fjárframlagi frá Fljótsdalshreppi.

Markmið og tilgangur sjóðsins er að styrkja fjárhagslega verkefni á sviði atvinnu, nýsköpunar, umhverfis, velferðar og menningar sem stuðli að jákvæðri samfélagsþróun og/eða eflingu atvinnulífs í Fljótsdal.

Einstaklingar, félög og aðrir lögaðilar geta fengið styrki úr sjóðnum óháð búsetu enda uppfylli verkefni sem óskað er eftir að verði styrkt skilyrði sem fram koma í markmiðum sjóðsins og skilyrði úthlutunarreglna sem stjórn skal setja sjóðnum.

Stjórn sjóðsins ákveður styrki til einstakra verkefna og hvernig þeir greiðast til styrkþega.

Stjórn Samfélagssjóðsins auglýsti eftir umsóknum um styrki eftir miðjan janúar og bárust alls 30 umsóknir. Heildarkostnaður verk­efna var 75 milljónir kr. og sótt um 35 milljónir kr.

Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita styrki til alls 18 verkefna að upphæð 12.800.000 kr.

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...