Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Erna Skúladóttir myndlistarmaður í Birtingarholti og Bjarki Þór Sólmundsson hjá Góðgresi standa fyrir ostagerðarnámskeiðinu.
Erna Skúladóttir myndlistarmaður í Birtingarholti og Bjarki Þór Sólmundsson hjá Góðgresi standa fyrir ostagerðarnámskeiðinu.
Fréttir 10. ágúst 2017

Leyndardómar náttúrulegrar ostagerðar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Í október mun kanadískur ostagerðarmaður og bóndi, David Asher, veita innsýn inn í leyndardóm ostagerðar á fimm daga löngu námskeiði sem haldið verður í Bragganum í Birtingarholti. Það er parið Erna Skúladóttir og Bjarki Þór Sólmundsson hjá Góðgresi sem standa fyrir námskeiðinu.
 
Á námskeiðinu munu þátttakendur láta reyna á gerð ýmissa tegunda osta og mjólkurvara. Farið verður í tengsl á milli osta og mismunandi vinnsluaðferðum. Erna segir námskeiðið nýtast öllum þeim sem hafa áhuga á ostum og ostaframleiðslu. 
 
„Mér finnst best að vera sem tengdastur því sem maður lætur ofan í sig. Auk þess að hafa stjórn á því hvað maður er að nota í ostana sína þá er ostagerð er mikið handverk,“ segir Erna.
 
Sjálf hefur hún verið að prófa sig áfram í ostagerð en hafði áhuga á að læra meira. Hún átti bók eftir David.
 
 
„David vinnur ostagerð á gamlan náttúrulegan hátt. Vinnslan er svolítið eins og súrdeig er í brauðgerð. Þannig eru náttúrulegu gerlarnir í mjólkinni notaðir til að búa til ostanna en engir tilbúnir gerlar. Ég hafði samband við David því mig langaði að fara á námskeið hjá honum. Við fóru aðeins að spjalla og það endaði með að við buðum honum hingað að halda námskeið.“
 
Rekur lífrænt bú í Kanada
 
David Asher rekur lífrænt bú og osta­gerð í Bresku Kólumbíu í ­Kanada og er höfundur bókarinnar The Art of Natural Cheesemaking. Hann rekur ferðaskólann The Black Sheep School of Cheesemaking og ber út boðskap náttúrlegrar ostagerðar víða um heim.
 
„Á námskeiðinu fer hann yfir alla helstu þætti ostagerðar á fimm dögum. Hann byrjar á að sýna hvernig maður býr til jógúrt og skyr og grunnosta á borð við rjómaost. Svo færir hann sig yfir í mozarella og mjúkosta. Þaðan í hvítmyglu og blámygluosta og harða osta. Síðasta daginn fer hann líka í gerð ricotta og notkun á afgangsafurðum í ostagerð,“ segir Erna.
 
Jóga og hugleiðsla í upphafi hvers námskeiðsdags
 
Námskeiðið er haldið í Braggan­um, en þar var rekið kaffihús og leirvinnustofa. Þátttakendum býðst að gista á gistiheimilinu á Syðra-Langholti. Allt uppihald er innifalið í námskeiðinu ásamt jóga- og hug­leiðslutímum í upphaf hvers dags. Námskeiðið er ætlað um 20 ­þátttakendum og nánari upplýs­ing­ar má finna á vefsíðu Braggans, bragginnstudio.is.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f