Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Letjandi skipulag
Fréttaskýring 6. júlí 2023

Letjandi skipulag

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Einn helsti ásteytingarsteinn í íslenskri skógrækt er skipulagsmál.

Ganga megi svo langt að segja að þau haldi íslenskri skógrækt í gíslingu og góðu uppbyggingarstarfi fyrir sjálfbærni niðri. Þetta segir Hlynur G. Sigurðsson, sérfræðingur búgreinadeildar skógarbænda hjá BÍ. „Ótrúlega flókið getur verið að koma skógræktarverkefnum í gegnum skipulagsferli og hreinlega letjandi fyrir margan,“ segir hann. Auðveldasta og besta lausnin sé að samþykkja að skógrækt sé landbúnaður innan skipulagslaga, á það þrýsti allur skógargeirinn.

„Ef það er markmið stjórnvalda að auka skógrækt og þar með kolefnisbindingu þá vantar upp á samræmingu milli sveitarfélaga, bæði hvað varðar skipulagsmál og hver beri kostnað af fornminjaskráningu,“ segir Sigríður Hrefna Pálsdóttir, skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni og formaður Skógræktarfélags Eyjafjarðar. Oft sé fornminjaskráningar krafist áður en framkvæmdaleyfi er veitt og sá kostnaður lendi á skógræktandanum og valdi því að fólk jafnvel hætti við að fara í skógrækt. „Á sumum stöðum hafa sveitarfélögin sjálf séð um kostnað af fornminjaskráningum þannig að þau sem vilja í skógrækt sitja ekki við sama borð og fer eftir því í hvaða sveitarfélagi þau búa hversu hár byrjunarkostnaðurinn er við að hefja skógrækt,“ segir Sigríður.

Sjá nánar á síðum 20–22 í nýju Bændablaði

Skylt efni: Skógrækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...