Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rannsakað er hvort efla megi ljóstillífun plantna og þar með hraða vexti þeirra.
Rannsakað er hvort efla megi ljóstillífun plantna og þar með hraða vexti þeirra.
Utan úr heimi 1. september 2023

Leita aðferða svo plöntur nýti sólarljós betur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vísindamenn reyna nú að efla ljóstillífun plantna til að auka hraða lífmassamyndunar, þ.e. vaxtarhraða, en plöntur nota aðeins
lítinn hluta þeirrar orku sem þær hafa úr að moða í ljóstillífun.

Plöntur nota ljóstillífun til að framleiða súrefni, næringarefni og líforku. Þetta flókna, lífefnafræðilega ferli er þó í rauninni heldur óhagkvæmt þar sem aðeins brot af orku sólarinnar er nýtt í ferlið. Þetta hefur vakið áhuga vísindamanna á hvort þarna felist möguleikar til að hraða lífmassamyndun og auka ræktaða uppskeru með hraðari vexti, m.t.t. fæðuframboðs.

Rannsóknarteymi við Tækniháskólann í München (TUM), undir forystu Franz Hagn, prófessors í lífefnafræði, hefur nú uppgötvað að ytri hjúphimna grænukorna gæti gegnt lykilhlutverki í þessu ferli. Tímaritið Nature Structural & Molecular Biology birti ritrýnda grein um rannsóknina fyrir skömmu.

Án ljóstillífunar væri lífið eins og við þekkjum það óhugsandi því plöntur taka upp koltvísýring og nota sólina og vatnið til að breyta honum í lífmassa og súrefni. „Aukning á framleiðslu einfaldra sykra og annarra umbrotsefna í grænukornunum er viðfangsefni rannsóknanna sem og flutningur þeirra til innri og ytri hjúphimnu m.t.t. vaxtar,“ er haft eftir Hagn í tímaritinu.

Aukning á plöntuvexti verði sífellt mikilvægari í samhengi við loftslagsvána, öfgafull veðurfyrirbrigði og orkuskort.

Rannsóknir eru fremur skammt á veg komnar og enn ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f