Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Landsmót hestamanna 2026 verður haldið á Hólum í Hjaltadal
Fréttir 8. október 2020

Landsmót hestamanna 2026 verður haldið á Hólum í Hjaltadal

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á fundi stjórnar LH þann 28. september, var ákveðið að Landsmót hestamanna 2026 verði haldið á Hólum í Hjaltadal. Gengið verður til samninga við Hestamannafélagið Skagfirðing um mótshaldið á grunni fyrirliggjandi samninga við Landsmót 2018, 2022 og 2024.

Stjórn LM ehf. auglýsti laust til umsóknar að halda landsmót hestamanna árið 2024. Þrjár umsóknir bárust sem voru frá hestamannafélögunum Skagfirðingi sem bjóða mótssvæðið á Hólum, Fáki sem býður mótssvæði sitt í Víðidal og Hestamannafélögunum á Suðurlandi sem bjóða mótsvæðið á Rangárbökkum. Landsmót hestamanna hafa verið haldin á öllum þremur stöðunum með miklum ágætum.

Þegar heimsfaraldurinn Covid19 skall á var mótið sem halda átti á Rangárbökkum árið 2020 fært til 2022 og að sama skapi var mótið sem halda á í Spretti 2022 fært til 2024. Umsóknaraðilum var gefinn kostur á að færa umsókn sína frá árinu 2024 til 2026. Allir þrír umsækjendurnir gerðu það.

Stjórn LM átti fund með umsækjendum og er afar jákvætt hversu mikill metnaður er hjá félögunum fyrir að halda glæsilegt landsmót 2026. Allir umsækjendur hafa stuðning sinna sveitarfélaga og þóttu allir uppfylla þau skilyrði og viðmið sem sett eru svo viðburðurinn verði ánægjulegur og hestamennskunni til framdráttar.

Landsmót var haldið á Hólum í Hjaltadal 1966 og 2016. Með þessari ákvörðun hefur stjórn LH félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Það að landsmótin séu haldin í mismunandi landshlutum

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...