Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rangárþing eystra er mikið landbúnaðarsvæði og óhjákvæmilegt að stór hluti nemenda Öldunnar tengi sterkt við sveitastörf og ræktun. Það endurspeglast í mótun útisvæðis hins nýja leikskóla.
Rangárþing eystra er mikið landbúnaðarsvæði og óhjákvæmilegt að stór hluti nemenda Öldunnar tengi sterkt við sveitastörf og ræktun. Það endurspeglast í mótun útisvæðis hins nýja leikskóla.
Mynd / Stefán Friðrik
Líf og starf 7. nóvember 2023

Landbúnaður innblástur leiksvæðis

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rúmlega hundrað börn sækja nám í nýjum leikskóla sem tók til starfa í Rangárþingi eystra í haust.

Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli er átta deilda leikskóli og getur tekið á móti 180 börnum. Útisvæði skólans endurspeglar þá staðreynd að sveitarfélagið er mikið landbúnaðarsvæði.

„Framkvæmdir gengu virkilega vel og voru að mestu innan tíma- og fjárramma. Undanfarin tvö ár hafa ekki verið auðveld fyrir börn, foreldra og starfsmenn leikskólans. En vegna myglu þá þurfti að bregðast við og skipta deildum upp á nokkra staði í þorpinu. Engu að síður þá gekk þetta allt saman ótrúlega vel. Það er einvörðungu vegna þess að allir lögðust á eitt.

Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli getur tekið á móti 180 börnum. Mynd / Aðsend

Útisvæðið er algjörlega framúrskarandi að mínu viti og talar mjög vel í þær áherslur sem við hjá sveitarfélaginu erum með þegar kemur að börnunum okkar. Skapandi og frjótt samfélag,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Jóhann Pétursson, landslags- arkitektar hjá Landmótun, hönnuðu útisvæðið ásamt Huldu Davíðsdóttur og Írisi Reynisdóttur en hugmyndir starfsfólks leikskólans voru hafðar til hliðsjónar við hönnun.

Þar má m.a. finna íslenskar fjárréttir, fjölbreytt gróðursvæði og svæði til matjurtaræktar. „Náttúrulegur efniviður og frjáls leikur með hugmyndaflug barnanna að vopni var áherslupunktur leikskólastarfsmanna sem var ánægjulegt að vinna með og útfæra. Náttúruleikurinn er byggður upp með efnivið úr nærliggjandi skógrækt sem og tilfallandi grjóti af svæðinu,“ segir Aðalheiður. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...