Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tæknileg framleiðslugeta fjósa á Íslandi er vannýtt samkvæmt sérfræðingi í nautgriparækt.
Tæknileg framleiðslugeta fjósa á Íslandi er vannýtt samkvæmt sérfræðingi í nautgriparækt.
Mynd / gbe
Fréttir 25. janúar 2024

Lánafyrirgreiðsla lýtur ekki fjármálaeftirliti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjármálastarfsemi samvinnufélaga lýtur ekki sama eftirliti og lánastarfsemi fjármálafyrirtækja.

Þrátt fyrir að veita bændum fyrirgreiðslur og langtímalán hafa hvorki Fjármálaeftirlitið, Neytendastofa né menningar- og viðskiptaráðuneytið eftirlitsskyldu gagnvart slíkri starfsemi.

Kúabóndi sem gagnrýndi aðkomu Kaupfélags Skagfirðinga að viðskiptum með greiðslumark mjólkur í síðasta tölublaði Bændablaðsins telur að bændur og ríkisvaldið þurfi að varða leið út úr því sem hann kallar öngstræti í átt að farsælla fyrirkomulagi mjólkurframleiðslunnar.

Tilgangur samvinnufélagsins KS er meðal annars að efla atvinnulíf á starfssvæði sínu með beinni og óbeinni þátttöku félagsins. Það gerir félagið meðal annars með því að aðstoða félagsmenn sína við kaup á mjólkurkvóta, enda er framleiðslugeta fjósa á svæðinu orðin umfram þann framleiðslurétt sem margir eiga.

Í reynd er þetta staðan víðar um land. Snorri Sigurðsson, sérfræðingur í nautgriparækt, telur að tæknileg framleiðslugeta fjósa landsins sé afar vannýtt, ekki eingöngu í Skagafirði. Nýting á Íslandi sé ekki nema rétt um þriðjungur þess sem tæknin og búnaðurinn sem fjárfest hefur verið í ræður í raun og veru við.

Við þá heildarendurskoðun á styrkjakerfi í landbúnaði sem nú er í farvatninu gefst stjórnvöldum tækifæri til að skoða þennan aðstöðumun og gagnsemi þeirrar framleiðslustýringar sem nú er við lýði í mjólkurframleiðslu.

Sjá nánar á síðum 20 - 23 í nýútkomnu Bændablaði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...