Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hans Þór Hilmarsson og Kylja frá Stóra-Vatnsskarði, sem var sýnd á Fjórðungsmóti Vesturlands árið 2017 í Borgarnesi.
Hans Þór Hilmarsson og Kylja frá Stóra-Vatnsskarði, sem var sýnd á Fjórðungsmóti Vesturlands árið 2017 í Borgarnesi.
Mynd / Eiðfaxi
Fréttir 1. júlí 2021

Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Vesturlands frá 7. til 11. júlí

Fjórðungsmót á Vesturlandi verður haldið dagana 7. júlí–11. júlí í Borgarnesi. Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði eiga þátttökurétt á kynbótasýningu á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut.

Ákveðinn fjöldi efstu hrossa í hverjum flokki á þátttökurétt og er því ekki um einkunnalágmörk að ræða (sjá fjölda í töflu 1). Miðað er við að 68 kynbótahross verði á mótinu þar sem um 75% hrossa í hverjum flokki verða valin eftir aðaleinkunn og um 25% hrossa eftir aðaleinkunn án skeiðs. Er þetta gert til að auðvelda bestu klárhrossum með tölti að komast inn á mótið. Þetta er sama leið og áætlað var að fara fyrir síðasta Landsmót.

Stöðulisti verður birtur í WorldFeng sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu. Eins verða eigendur hrossa, sem vinna sér þátttökurétt á mótinu, en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum, beðnir um að láta vita fyrir 22. júní nk. Þá er hægt að bjóða eigendum hrossa sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...