Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Mynd / Kaupfélag Skagfirðinga
Fréttir 13. febrúar 2018

KS styður sína félagsmenn

Höfundur: smh
Á Facebook-síðunni Sauðfjár­bændur hefur spunnist allnokkur umræðuþráður um fyrirgreiðslusamninga sem Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur boðið sauðfjárbændum sem eru í viðskiptum við félagið. Er þar rætt um hagkvæma lánasamninga, auk þess sem hagstæð kaup á áburði eru talin í boði.
 
Telja sumir sem tjá sig á þræðinum að sauðfjárbændur sem eigi í viðskiptum við KS sitji ekki allir við sama borð og þá eru uppi sjónarmið um að slíkir samningar skekki stöðu sauðfjárbænda í landinu.
 
Ingólfur Jóhannsson, fjármála­stjóri KS, segir að það sé ekkert nýtt að KS styðji við bændur sem séu félagsmenn í félaginu. „Þetta hafa verið lánafyrirgreiðslur til skamms tíma á hagstæðum kjörum; til dæmis vegna kaupa á greiðslumarki – hvort sem það er í sauðfé eða mjólk. Við höfum líka lánað vegna framkvæmda, en þá eingöngu á framkvæmdatíma.“
 
Á við innleggjendur og félagsmenn í KS
 
„Þetta sem nú er í umræðunni á við þá sauðfjárbændur sem leggja inn og jafnframt eru félagsmenn í KS. Þeim var boðið að skuldbreyta hluta af viðskiptastöðu við KS til þriggja ára,“ segir Ingólfur. Hann segir það misskilning að það sé veittur afsláttur við áburðarkaupin, heldur sé áburðarpöntunin komin inn í viðskiptastöðuna og er þar af leiðandi hluti af skuldbreytingu hluta viðskiptastöðunnar.
 
Varðandi það hvort verið sé að mismuna bændum í Skagafirði segir Ingólfur að það sé ekki rétt. „Það stendur öllum sauðfjárbændum þetta til boða, sem leggja inn hjá KS og eru jafnframt félagsmenn. Við lögðum þetta með þessum hætti upp fyrir bændur en erum ekki búnir að ganga frá þessum málum endanlega. Við fengum deildarstjóra hjá KS til þess að koma á fundum þar sem þetta var kynnt fyrir bændum og þeir sem hafa áhuga leita svo til okkar.“
 
Jafnvægi ekki raskað
 
Ingólfur segir að það sé ekki hægt að segja að jafnvægi í greininni sé eitthvað raskað með slíkum samningum. „Í sjálfu sér er það ekki nýtt að KS aðstoði félagsmenn sína með lánum á hagstæðum kjörum. Við erum að bjóða félagsmönnum þetta og félagssvæði okkar er Skagafjörður.  Ákvörðun þessi er ekki tekin af kjötafurðastöð KS heldur af fjármáladeild í samráði við stjórn félagsins,“ segir hann. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f