Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kosið milli fimm nafna
Mynd / Bjarni Kristinsson
Fréttir 20. desember 2021

Kosið milli fimm nafna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Alls bárust 26 nöfn í nafnasamkeppni á nýjan gangnamannaskála sem tekin var í notkun á Grímstunguheiði í haust. Kosið verður um fimm þeirra: Brík, Gedduskáli, Heiðahöllin, Skjól og Vegamót.

Nýi gangnamannaskálinn á Grímstunguheiði var reistur í fyrrasumar og haust og kemur í stað tveggja skála, Öldumóðuskála og Álkuskála. Skálinn er um 500 fermetrar að stærð, samansettur úr tíu skálaeiningum með 29 gistiherbergjum, salernum, sturtum, matsal og eldhúsaðstöðu. Einnig var reist nýtt hesthús sem er um 120 fermetrar að stærð. Gistipláss í skálanum er fyrir 60 manns og hesthúsið er fyrir um 70 hross.

Í síðasta Bændablaði kom fram að skálinn hefði fengið nafnið Vegamót en það var einungis fjallskiladeildin sem hafði samþykkt það nafn. Sveitarstjórn frestaði ákvörðun um nafn og leggur til að kostið verði um nöfnin fimm.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...