Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Kjúklingabringur í kókosbaði og kornflexleggir
Matarkrókurinn 20. mars 2014

Kjúklingabringur í kókosbaði og kornflexleggir

Kjúklingur er vinsæll og hentar fyrir alla aldurshópa. Hér eru tvær uppskriftir þar sem bringur eru baðaðar í kókosmjólk og síðan kjúklingaleggir í kornflöguhjúpi. Uppskrift að hummus úr kjúklingabaunum fylgir í kaupbæti.
Fyrir þá sem eru ævintýragjarnir er óhætt að krydda kjúklinginn með framandi kryddum til þess að hrista upp í hversdeginum.


Það er stundum hagkvæmt að kaupa heila kjúklinga og ágætis úrbeiningaræfing að skera bringurnar úr og hluta fuglinn í parta.

Sesamgljáð kjúklingabringa

  • 4 kjúklingabringur
  • 1 búnt basil eða önnur kryddjurt
  • 50 ml ólífuolía
  • Salt og pipar
  • 400 g sætar kartöflur
  • 400 g gulrætur
  • 50 ml sojasósa
  • 1 dós kókosmjólk

Kjúklingurinn er brúnaður á heitri pönnu í olíu og kryddaður til með salti og pipar. Eldað í ofni þar til kjarnahiti er orðinn 70 °C eða í um 12 mín. í 190 °C heitum ofni.
Setjið bringurnar aftur á pönnu eftir eldun, hellið kókosmjólkinni og sojasósunni yfir þær ásamt ristuðum sesamfræjum.


Sætu kartöflurnar og gulræturnar ristaðar á pönnu og loks bakaðar í ofni þar til þær eru orðnar mjúkar. Kryddið með salti og pipar.

Kjúklingalæri í stökkum raspi

  • 8-10 kjúklingaleggir eða heill
  • kjúklingur bitaður niður
  • 5 dl kornflögur
  • 2 egg
  • salt og pipar
  • 2 msk. hvítlaukur
  • 2 msk. olía

Hitið ofninn í 200 °C. Myljið kornflögurnar smátt og veltið upp úr eggi sem búið er að blanda saman við krydd. Þerrið kjúklingaleggina og kryddið þá með salti og pipar.


Blandið olíunni og hvítlauknum saman og veltið leggjunum upp úr blöndunni. Veltið þeim síðan upp úr muldu kornflögunum og þrýstið þeim vel að leggjunum.


Raðið leggjunum í eldfast fat og dreifið afganginum af flögunum yfir. Setjið í ofninn og bakið í 35 mínútur eða þar til leggirnir eru gegnsteiktir.


Gott er að bera leggina fram með maísflögum.

Mexíkómeðlæti: Tómatsalsa, sýrður rjómi og avókadó (lárpera) ásamt góðu salati.

Hummus

  • 1 dós soðnar kjúklingabaunir
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 1 pressað hvítlauksrif
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. svartur pipar
  • ¼ tsk. cayenne-pipar
  • 1 tsk. kummin
  • 1½ msk. tahini (sesammauk)
  • handfylli söxuð steinselja
  • örlítið vatn

Kjúklingabaunirnar maukaðar í matvinnsluvél. Öllu hinu blandað saman við og hrært eða maukað vel saman.

4 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...