Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kjörbúðin áfram á Hellu
Mynd / mhh
Fréttir 31. október 2023

Kjörbúðin áfram á Hellu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Engin óvissa er um framtíð Kjörbúðarinnar á Hellu, að sögn Gunnars Egils Sigurðssonar, forstjóra Samkaupa, sem rekur verslunina.

„Rekstrarkostnaður er að aukast gríðarlega mikið í okkar rekstri og allt þetta ár hefur okkar starfsfólk unnið frábært starf í kostnaðaraðhaldi sem hefur orðið til þess að við höfum ekki hækkað útsöluverð í takt við hækkun innkaupsverða. Verðbreytingar birgja og framleiðenda eru fordæmalausar og höfum við móttekið tæplega 600 tilkynningar um verðbreytingar birgja og framleiðenda og flest allar eru það hækkanir,“ segir Gunnar.

Í 16. tbl. Bændablaðsins sagði Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs Rangárþings ytra, að íbúar kvörtuðu undan háu vöruverði í þessari einu matvöruverslun Hellu. Gunnar Egill segir Kjörbúðina bjóða upp á nauðsynjavörur til heimilisnota sem eru á samkeppnishæfu verði við lágvöruverslanir.

„Þannig hefur Kjörbúðin stuðlað að hagkvæmum innkaupum í dreifðu byggðum landsins, boðið upp á mikið af góðum tilboðum og vörur í eigin inn flutningi á lægra verði.“ Hann bendir einnig á að hægt sé að fá 2% afslátt af matarkörfunni og aðgang að sértilboðum ef verslað sé í gegnum smáforrit Samkaupa.

Samkaup rekur verslanir Kjörbúðarinnar á sextán stöðum kringum landið. Einnig rekur fyrirtækið dagvöruverslanirnar Nettó, Krambúðina og Iceland. Samkaup keypti rekstur og starfsemi verslunar Krónunnar á Hellu árið 2021 en Krónunni bar að selja verslunina vegna mikils markaðsstyrks á svæðinu og í því skyni að efla samkeppni á dagvörumarkaði skv. ákvörðun Samkeppniseftirlitsins árið 2019.

Skylt efni: Kjörbúðin á Hellu

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...