Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kallar eftir grunnfræðslu um lífræna vottun
Mynd / Saga Sig
Fréttir 28. apríl 2020

Kallar eftir grunnfræðslu um lífræna vottun

Höfundur: Berglind Häsler

Sólveig Eiríksdóttir, sem kölluð er Solla, hefur í áratugi talað fyrir lífrænni ræktun og lífrænum afurðum. Það sé einfaldlega betra fyrir umhverfi, menn og dýr. Solla er gestur Havarí hlaðvarpsins að þessu sinni, þáttar um lífræna ræktun og framleiðslu sem unninn er í samstarfi við VOR og Bændablaðið. 

Bakslag með ,,vistvænum vindi”

Solla hefur haft mikil áhrif á matarhefðir margra og menntað þjóðina um mikilvægi þess að borða lífrænt og borða mikið af grænmeti. Hún segir að eftirspurn eftir öllu lífrænu hafi aukist jafnt hér á landi undanfarna áratugi en að ákveðið bakslag hafi komið með því sem hún kallar vistvænan vind sem hafi ruglað neytendur í ríminu. Margir hafi farið að líta svo á að hér á Íslandi væri allt svo hreint að það þyrfti ekki að votta það lífrænt. Þetta sé augljós vísbending um það að hér á landi vanti alla grunnfræðslu á því sem lífrænt er. Og hún vill byrja að mennta börn strax í leikskóla um ágæti og nauðsyn lífrænnar ræktunar. 

Berglind Häsler er umsjónarmaður þáttanna sem aðgengilegir eru í spilaranum hér undir og í öllum helstu hlaðvarpsveitum. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...