Skúli Þórðarson, Þórður Jóhann Guðbrandsson og Anna Ásgerður Hálfdánsdóttir í hlutverkum sínum sem Lápur, Skrápur og Sunna litla mannabarn.
Skúli Þórðarson, Þórður Jóhann Guðbrandsson og Anna Ásgerður Hálfdánsdóttir í hlutverkum sínum sem Lápur, Skrápur og Sunna litla mannabarn.
Mynd / Lápur, Skrápur og jólaskapið, ljósmyndari LL.
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að skella sér í sparifötin og kíkja á hvað áhugamannaleikfélögin hafa upp á að bjóða.

Nýverið frumsýndu liðsmenn Freyvangsleikhússins verkið Jólaköttinn eftir Sigurbjörgu Ingólfsdóttur og hlaut það bæði lof og hlátrasköll frumsýningargesta. Næstu sýningar verða 6., 13., 14. og 20. desember, allar klukkan 13, en aukasýning seinni partinn þann 13. desember klukkan 15.30.

Þeir tröllabræður Skúli og Þórður í essinu sínu á sviði. (Lápur, Skrápur og jólaskapið, ljósmyndari LL.

Litli leikklúbburinn á Ísafirði lætur líka að sér kveða en þau tóku sig til og endurfrumsýna nú jólaleikritið Lápur, Skrápur og jólaskapið eftir Snæbjörn Ragnarsson. Sýningar fara fram í Edinborgarhúsinu og segir formaðurinn, Gunnar Ingi Hrafnsson, að ákveðið hafi verið að hafa lifandi tónlist í uppfærslunni sem gerir sýninguna enn hressilegri. Einungis eru tvær sýningar eftir, þann 6. desember kl. 13 og 7. desember kl. 11 - þannig það fer hver að verða síðastur að næla sér í miða. Þá má finna á vefsíðunni midix.is en frekari upplýsingar eru á vefsíðu Litla leikklúbbsins, www.litlileik.is.

Hér má sjá Mjallhvíti, Míu Bjarný Haraldsdóttur, og í bakgrunninum hana Júlí Örnu Sigurjónsdóttur í hlutverki vondu stjúpunnar. (Skilaboðaskjóðan, ljósmyndari Frosti Gíslason.)

Leikfélag Vestmannaeyja hefur á fjölunum ævintýrasöngleikinn sem allir þekkja, Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson. Næstu sýningar verða helgina 6. og 7. desember, tvær sýningar á laugardeginum kl. 13 og 16.30 en klukkan 15 á sunnudeginum. Síðasta sýning verður svo þann 13. desember klukkan 13. Miða má nálgast í síma 852 1940 eða með skilaboðum á Facebook-síðu Leikfélags Vestmannaeyja. Skemmtið ykkur vel!

Skylt efni: Áhugaleikhús

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f