Jökullinn Aletschgletscher í Sviss er stærsti jökullinn í Ölpunum. Árið 2011 var hann að jafnaði 23 kílómetra langur og þakti tæpa 82 ferkílómetra.
Jökullinn Aletschgletscher í Sviss er stærsti jökullinn í Ölpunum. Árið 2011 var hann að jafnaði 23 kílómetra langur og þakti tæpa 82 ferkílómetra.
Mynd / Christian Lendl
Fréttir 30. desember 2025

Jöklar hörfa hratt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Vísindamenn telja að meira en hundrað jöklar í Ölpunum verði horfnir árið 2033. Áratug síðar er því spáð að brotthvarf jökla í vestanverðri Norður-Ameríku nái methraða þar sem meira en 800 hverfa á ári.

Á heimsvísu eru til um 200 þúsund jöklar og hverfa að jafnaði 750 á ári hverju. Samkvæmt rannsóknum er því spáð að mun fleiri hverfi árlega eftir því sem losun gróðurhúsalofttegunda eykst. Frá þessu er greint í Guardian.

Miðað við þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ráðist í til að draga úr losun kolefnis er því spáð að hlýnun nemi um 2,7 °C miðað við meðalhita fyrir iðnbyltingu. Mun þetta auka á öfga í veðurfari og verða til þess að 3.000 jöklar glatast á heimsvísu árið 2040. 80 prósent af þeim jöklum sem til eru í dag gætu verið horfnir við lok aldarinnar.

Takist þjóðum heims að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og koma í veg fyrir að loftslag hlýni meira en 1,5 °C telja vísindamenn að 2.000 jöklar hverfi á ári hverju í kringum 2040. Eftir það myndi hægja á bráðnun jökla.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...