Jarðarberjapils
Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með öldumynstri.
DROPS Design: Mynstur cm-016-bn
Stærðir: 2 (3/4) 5/6 (7/8) 9/10 (11/12) 13/14 ára Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm: 92 (98/104) 110/116 (122/128) 134/140 (146/152) 158/164
Garn: DROPS COTTON MERINO (fæst í Handverkskúnst) 150 (150) 200 (200) 250 (250) 300 gr litur á mynd nr 05, púðurbleikur
Fylgihlutir: Teygja ca 40 til 70 cm.
Prjónar: Hringprjónn nr 4, 40 og 80 cm og 40 cm nr 3
Prjónfesta: 21 lykkja á breidd og 28 umferðir á hæð með sléttprjóni með prjóna nr 4 = 10 x 10 cm. 23 lykkjur á breidd og 32 umferðir á hæð með sléttprjóni með prjóna nr 3 = 10 x 10 cm. ATH: Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í fínni prjóna.
Leiðbeiningar á útaukningu: Prjónið fram að lykkju með merki í, sláið 1 sinni upp á prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið 1 lykkju slétt (merkið situr í þessari lykkju), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri). Endurtakið við öll 6 merkin (= 12 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður eins og útskýrt er að neðan:
Á undan lykkju með merki: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, en í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Á eftir lykkju með merki: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni.
Mynstur
Sjá mynsturteikningu A.1. Síðasta umferð í mynsturteikningu sýnir hvernig fellt er af.
Stutt útskýring á pilsi: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Fyrst er prjónaður uppábrotskantur sem síðar við frágang er sett teygja að innanverðu, síðan er pilsið prjónað í hring jafnframt því sem aukið er út.
Uppábrotskantur: Fitjið upp 102 (106) 112 (120) 128 (138) 148 lykkjur með DROPS Cotton Merino á hringprjón nr 3. Prjónið 2 cm sléttprjón, prjónið 1 umferð brugðið (= uppábrots kantur), prjónið 2 cm sléttprjón. Setjið eitt merki hér, héðan er nú stykkið mælt frá.
Pils: Skiptið yfir á hringprjón nr 4 og prjónið 1 umferð sléttprjón JAFNFRAMT sem fækkað er um 6 (4) 4 (6) 8 (12) 10 lykkjur jafnt yfir = 96 (102) 108 (114) 120 (126) 138 lykkjur. Setjið 6 merki í stykkið án þess að prjóna – setjið merkin í lykkju þannig að það eru 15 (16) 17 (18) 19 (20) 22 lykkjur á milli hverra merkja. Prjónið sléttprjón þar til pilsið mælist 1 cm frá merki. Haldið áfram í sléttprjóni jafnframt sem í næstu umferð er aukið út hvoru megin við hvert merki – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING í útskýringu að ofan. Aukið svona út í ca hverjum 2 (2) 2 (2) 2 (2½) 2½ cm alls 9 (10) 11 (12) 13 (14) 14 sinnum = 204 (222) 240 (258) 276 (294) 306 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 19 (21) 24 (28) 31 (35) 40 cm frá merki JAFNFRAMT sem í síðustu umferð er fækkað um 0 (1) 2 (3) 4 (5) 0 lykkjur jafnt yfir = 204 (221) 238 (255) 272 (289) 306 lykkjur.
Prjónið A.1 alls 12 (13) 14 (15) 16 (17) 18 sinnum hringinn á pilsinu. Þegar öll útaukning á A.1 hefur verið gerð til loka, eru 228 (247) 266 (285) 304 (323) 342 lykkjur í umferð. Síðasta umferð í A.1 sýnir hvernig fellt er af með uppslætti. Pilsið mælist ca 25 (27) 30 (34) 37 (41) 46 cm frá merki.
FRÁGANGUR: Uppábrotskanturinn er brotinn í umferð sem er prjónuð brugðið, leggið teygjuna sem er bundin saman í þeirri lengd sem passar í uppábrotskantinn og saumið uppábrotskantinn að innanverðu á pilsi – passið upp á að saumurinn verði ekki stífur. Pilsið mælist alls ca 27 (29) 32 (36) 39 (43) 48 cm.


