Þingsályktunartillaga felur í sér að að ríkissjóður geti gengið inn í samþykkt kauptilboð í jarðir eða jarðahluta, leigt frumkvöðlum landið í allt að fimm ár og veitt kauprétt að þeim tíma loknum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Þingsályktunartillaga felur í sér að að ríkissjóður geti gengið inn í samþykkt kauptilboð í jarðir eða jarðahluta, leigt frumkvöðlum landið í allt að fimm ár og veitt kauprétt að þeim tíma loknum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Mynd / Pixabay
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinni var lögð fram á Alþingi á yfirstandandi haustþingi.

Tillagan felur í sér að ríkissjóður, meðal annars í gegnum Byggðastofnun, geti gengið inn í samþykkt kauptilboð í jarðir eða hluta jarða, leigt frumkvöðlum landið í allt að fimm ár og veitt kauprétt að þeim tíma loknum, að uppfylltum skilyrðum. Fyrsta útfærsla fyrirkomulagsins á að liggja fyrir eigi síðar en 1. maí 2026.

Markmiðið er að styrkja nýliðun í matvæla- og fóðurframleiðslu, landvernd og skógrækt með því að auðvelda aðgang að landi og skapa raunhæfan möguleika á eignarhaldi til framtíðar.

Tillagan er sett fram í ljósi loftslagsbreytinga og óvissu í matvælamálum. Með kauprétti að landi fengju frumkvöðlar skv. þingsályktunartillögunni tækifæri til að byggja upp verðmæti, þróa framleiðslu og taka þátt í kolefnisbindingu og endurheimt vistkerfa.

Ætlað er að verkefnið myndi í fyrstu ná til takmarkaðs fjölda jarða og vera háð skýrum skilyrðum um sjálfbæra nýtingu og rekstrarhæfni. Jarðir yrðu keyptar á markaðsforsendum og leigðar með kauprétti, án skuldbindingar um endanleg kaup. Með þessu telja flutningsmenn að markaðsbrestur væri leiðréttur og fjármagnshindranir minnkaðar, án þess að hafa veruleg áhrif á verðþróun jarðnæðis.

Flutningsmenn tillögunnar eru þau Þórarinn Ingi Pétursson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Ingibjörg Isaksen, Halla Hrund Logadóttir og Stefán Vagn Stefánsson. Tillaga svipaðs efnis var áður flutt á 156. löggjafarþingi.

Skylt efni: Jarðakaup

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f