Samhliða samþykkt sameiginlegrar málstefnu á að tryggja að íbúar geti nýtt sérþjónustu sveitarfélaganna, m.a. með ókeypis túlkaþjónustu.
Samhliða samþykkt sameiginlegrar málstefnu á að tryggja að íbúar geti nýtt sérþjónustu sveitarfélaganna, m.a. með ókeypis túlkaþjónustu.
Mynd / Skjáskot
Fréttir 25. nóvember 2025

Íslenska fest í sessi í þjónustu og stjórnsýslu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sveitarstjórn Rangárþings ytra og hreppsnefnd Ásahrepps hafa samþykkt nýja, sameiginlega málstefnu til að festa íslensku í sessi sem meginsamskiptamál.

Sameiginleg málstefna í Rangárþingi ytra og Ásahreppi hefur að markmiði að festa íslensku í sessi sem vandað og skýrt opinbert mál í allri þjónustu og stjórnsýslu. Segir í tilkynningu að lögð sé áhersla á að íslenska sé meginsamskiptamál í starfsemi sveitarfélaganna. Allt starfsfólk skuli leggja sig fram um að nota vandað mál og íslensk heiti stofnana og örnefna skuli ávallt vera í forgrunni.

Samhliða þessari áherslu á íslensku mun verða lögð rík áhersla á að tryggja að allir íbúar geti nýtt sér þjónustu sveitarfélaganna. Það á að gera með því að tryggja ókeypis aðgang að faglegri túlkaþjónustu þegar þörf krefur, jafnt milli tungumála sem og á íslensku táknmáli.

Lykilupplýsingar einnig á ensku

„Til að mæta þörfum fjölbreytts samfélags verða lykilupplýsingar einnig aðgengilegar á ensku og eftir atvikum öðrum tungumálum. Þá mun allt stafrænt efni, svo sem vefsíður, fylgja alþjóðlegum aðgengisstöðlum til að tryggja þjónustu við alla,“ segir enn fremur. Þá muni sveitarfélögin jafnframt styðja og liðka fyrir aðgangi starfsfólks og íbúa af erlendum uppruna að íslenskunámskeiðum.

Málstefnan byggir á lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011 og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Samkvæmt þeim bera ríki og sveitarfélög ábyrgð á að varðveita og efla íslenska tungu og sjá til þess að hún sé notuð í opinberri starfsemi.

Enskumælandi ráð

Ekki fara allir sömu leið og Rangárþing ytra og Ásahreppur. Þannig er Mýrdalshreppur með sérstakt enskumælandi ráð sem stofnað var árið 2022 til að auka áhrif nýbúa í samfélaginu og fjölga tækifærum þeirra til að taka þátt í nefndarstörfum og stefnumótun sveitarfélagsins. Um 67% íbúa eru af erlendu bergi brotnir og hafa annað móðurmál en íslensku. Þar af er pólska verulegur hluti.

Hefur enskumælandi ráðið m.a. gagnrýnt fyrirhugaðan niðurskurð stjórnvalda á fjárveitingu til íslenskukennslu í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Sagði ráðið í nýlegri umsögn til fjárlaganefndar Alþingis að góð, skilvirk og fjölbreytt íslenskukennsla fyrir öll væri mikilvægur hluti af því að inngilding tækist vel til. Gert er ráð fyrir 361 milljón króna í íslenskukennslu fyrir útlendinga á næsta ári í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í ár nemur framlagið 564 milljónum króna en tímabundið 250 milljóna króna aukaframlag í ár til eflingar slíkrar kennslu fellur niður.

Skylt efni: sveitarfélög

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...