Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Innkaupanet
Hannyrðahornið 22. maí 2014

Innkaupanet

Mál: botn 21 cm
Hæð: 39 cm
Efni: Frapan blágrænn 3 dokkur, en til í 14 litum.
Heklunál nr 4.
Skammstafanir fp = fastapinni
ll = loftlykkja
Byrjað á botninum.
Fitja upp 4 ll og tengja í hring.
1.  Hekla 16 fp í hringinn, tengja.
2.  Hekla 2 fp í hvern fp tengja.
3. Hekla* 1 fp í næsta fp 2 fp í   þarnæsta fp* endurtaka   hringinn tengja.
4. Hekla * 1 fp í næstu 2 fp , 2 fp í   næsta fp* endurtaka og tengja.
5. Hekla fp í fp, tengja.
6. Hekla * 1 fp í næstu 3 fp , 2 fp í   næsta fp* endurtaka, tengja.
7. Hekla fp í fp tengja.
8. Hekla* 1 fp í næstu 4 fp , 2 fp í   næsta fp * endurtaka, tengja.
9. Hekla fp í fp , tengja.
10.  Hekla * fp í næstu 5 fp , 2 fp í   næsta fp* endurtaka , tengja.
11. Hekla fp í fp, tengja.
12. Hekla * fp í næstu 6 fp , 2 fp í   næsta fp* endurtaka , tengja.
13. Hekla fp í fp, tengja.
14. Hekla * fp í næstu 7 fp, 2 fp í   næsta fp* endurtaka , tengja.
15.  Hekla fp í fp , tengja.
16. Hekla * fp í næstu 8 fp, 2 fp í   næsta fp* endurtaka, tengja.
17. Hekla fp í fp , tengja.
18. Hekla * fp í næstu 9 fp, 2 fp í   næsta fp* endurtaka , tengja.
19. Hekla fp í fp , tengja.
20. Hekla * fp í næstu 10 fp, 2 fp í   næsta fp*, endurtaka, tengja.
21. Hekla fp í fp, tengja.
22. Hekla * fp í næstu 11 fp, 2 fp í   næsta fp*, endurtaka, tengja.
23. Hekla fp í fp , tengja.
24. Nú eru heklaðar upp 8 ll og   heklaður 1 fp í 6. fp frá fyrstu ll.
Endurtekið allan hringinn. Ef lykkjufjöldinn passar ekki alveg má jafna á milli þannig að bilin verði nokkurnveginn jöfn. Hringnum lokað með fp í fyrstu ll.
25. Heklað 4 fp utan um fyrsta
bogann til að byrja á miðjum
boga og heklað síðan 8 ll og 1 fp
í miðjan næsta boga þannig
myndast net. Heklað svona
hringinn og lokað með fp í   fyrstu ll.
26. Hekla eins og áður 4 fp utan um
næsta boga, hekla 8 ll og 1 fp í
næsta boga.
27. Endurtaka síðustu umferð.
28. Í næstu umferð er ll fjölgað í 10
en að öðru leyti heklað eins
29. Síðsta umferð endurtekin þar til
16 loftlykkjubogar eru komnir
upp eða eins margir og þið viljið
hafa netið stórt.
30. Nú eru heklaðir 5 fp í hvern ll   boga allan hringinn og tengt í   hring.
31. Heklaðar 4 umferðir fp í fp.
32. Nú er hekaður hanki sem eru 5   fp, heklað fram og til baka 45   umferðir.
33. Í síðustu umferðinni er
hankinn heklaður fastur 10 fp
frá fyrsta fp.
34. Annar hanki heklaður eins beint
á móti í hringnum þannig að jafn
fjöldi af lykkjum verði á milli
báðum megin , festur eins.
35. Gengið frá endum og netið   tilbúið.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...