Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fulltrúar þeirra 18 veitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr í framreiðslu á íslensku lambakjöti og áherslu á lambakjöt á matseðli og markaðssetningu.
Fulltrúar þeirra 18 veitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr í framreiðslu á íslensku lambakjöti og áherslu á lambakjöt á matseðli og markaðssetningu.
Mynd / smh
Fréttir 5. apríl 2019

Icelandic Lamb heiðrar 18 veitingastaði sem skara fram úr

Höfundur: smh

Í hádeginu í dag veitti markaðsstofan Icelandic Lamb 18 veitingastöðum Award of Excellence-viðurkenningar sínar. Þetta er í þriðja sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar og koma þær í hlut þeirra veitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr í framreiðslu á íslensku lambakjöti og áherslu á lambakjöt á matseðli og markaðssetningu.

Viðurkenningarnar veitir Icelandic lamb til samstarfsveitingastaða sem þykja hafa skarað fram úr á liðnu ári. Í dómnefndinni í ár sátu Eva Laufey Kjaran, Ólafur Örn Ólafsson og Andrés Vilhjálmsson.

Eftirtaldir veitingastaðir hljóta Award of Excellence-viðurkenningar árið 2019:

  • Apotek Restaurant
  • Bjargarsteinn
  • Fiskfélagið
  • Gamla Kaupfélagið á Akranesi
  • Grillið – Hótel Sögu
  • Grillmarkaðurinn
  • Haust Restaurant
  • Höfnin
  • Íslenski Barinn
  • KOL
  • Lamb Inn Eyjafjarðarsveit
  • Lamb Street Food
  • Laugaás
  • Matakjallarinn
  • Múlaberg Bistro
  • Narfeyrarstofa
  • Von Mathús
  • VOX

Alls eru 170 veitingastaðir í samstarfi við Icelandic Lamb, en tilgangur og markmið samstarfssamninga er að stuðla að því að íslensku lambakjöti sé skapaður frekari sess sem hágæða vara, með kynningu og notkun á merki Icelandic Lamb.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...