Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu
Fréttir 19. desember 2025

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í fyrsta skipti styðja stjórnvöld nú beint kornframleiðslu kornbænda. Nýverið var tilkynnt í atvinnuvegaráðuneytinu að búið væri að úthluta styrkjum fyrir framleiðslu þessa árs, alls 76,7 milljónum króna, fyrir bygg, hveiti og hafra.

Um er að ræða einn lið í aðgerðaáætlun stjórnvalda til að efla kornrækt á Íslandi, þar sem gert er ráð fyrir að verja um tveimur milljörðum króna til átaks í kornrækt á árunum 2024–2028.

Styrkur til fjárfestinga í kornrækt var í fyrsta skiptið veittur á síðasta ári til að mynda vegna kornþurrkunarstöðva, nýframkvæmda, stækkana eða endurbóta á stöðvum sem þegar eru í rekstri.

Greiddar 15 krónur á kílóið

Alls sóttu 57 býli nú um framleiðslustyrki og voru allar umsóknirnar samþykktar, en styrkirnir ná til 5.300 tonna heildarframleiðslu þar sem byggrækt er langumfangsmest. Stuðningurinn er veittur til framleiðslu á þurrkuðu korni og eru greiddar 15 krónur á hvert framleitt kíló sem uppfyllir tilteknar gæðakröfur.

Verðmætasköpun í dreifðari byggðum

Í tilkynningu úr atvinnuvegaráðuneytinu er haft eftir Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra að aukin kornrækt stuðli að aukinni verðmætasköpun í dreifðari byggðum. „Kornrækt er jafnframt mikilvægur þáttur í að efla fæðuöryggi og áfallaþol landsins sem er mjög háð innflutningi á korni, bæði til manneldis og fóðurs. Það er mikið fagnaðarefni að sjá hversu margir kornbændur eru tilbúnir í framleiðslu okkur öllum til heilla,“ segir Hanna Katrín.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...