Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hvoll 2
Mynd / Úr einkasafni
Bóndinn 6. febrúar 2020

Hvoll 2

Erla Björk og Bergþór keyptu bæinn Hvol 2 árið 2011 og strax ári seinna mætti Alex í heiminn og árið 2014 Amanda. Þau segja að þar hafi nóg verið um að vera og þetta sé góður staður til að búa á. 

Býli:  Hvoll 2.

Staðsett í sveit:  Staðsett í Ölfusi.

Ábúendur: Erla Björk Tryggvadóttir, Bergþór Andrésson ásamt börnunum Alex Bjarka Bergþórssyni, 7 ára og Amöndu Björt Bergþórsdóttur, 5 ára.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum fjögur ásamt Bósa hundinum okkar.

Stærð jarðar?  Erum með 8,4 ha (svona frímerki).

Gerð bús? Hrossabú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Hross, en á bænum eru yfirleitt um 20 hross en þau eru um 50 í eigu búsins en geymd á landmeiri jörðum. 

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjað er að keyra krakkana í skólann og svo komið heim og riðið út og sinnt því sem þarf í kringum hrossin. Bergþór er í vinnu utan bús. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er þegar folöldin eru að tínast í heiminn á sumrin. Leiðinlegast er klárlega girðingavinna.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu móti en með betri aðstöðu.

Hvaða skoðun hafið þið á félags-málum bænda? Hef ekki velt því fyrir mér.

Hvernig mun íslenskum land-búnaði vegna í framtíðinni? Ef hann verður rétt markaðssettur þá verður hann vinsælli en hann er í dag. En það þarf að halda rétt á spilunum.

Hvar teljið þið að helstu tæki-færin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Hrossum, en með því að opna á nýja markaði og vinna í exemrannsóknum gæti það aukist til muna.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og ótrúlega mikið af sósum.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það fer eftir því hver er spurður, grjónagrautur og slátur rennur ljúft niður hjá smáfólkinu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar stóðhesturinn okkar, Mári fra Hvoli 2, fór í fyrstu verðlaun. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...