Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hvers vegna poppar maís?
Á faglegum nótum 17. febrúar 2015

Hvers vegna poppar maís?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Einfaldasta skýringin á því hvers vegna poppmaís popp­ar er að inni í korninu er örlítið af vatni, tæp 15%, sem breytist í gufu þegar það hitnar. Gufan leitar inn í sterkj­una í korninu og þegar hún þenst út sprengir hún utan af sér harða skelina sem umlykur kornið.

Aðrar tegundir af maís hafa ekki eins harða skel utan um sterkjuna og poppa því ekki þrátt fyrir að inni­halda vatn. Kornið poppar þegar þrýstingurinn inni í korninu nær hámarki við um 180 °C.

Ekki er vitað hver „fann“ upp poppkorn en neysla þess er þekkt langt aftur í aldir í Mexíkó og Mið-Ameríku. Í Nýju-Mexíkó í Norður-Ameríku hafa fundist áhöld sem hugsanlega hafa verið notuð til að poppa í og ríf­lega 4.000 gam­all poppmaís sem reyndist auðvelt að ­poppa þrátt fyrir háan aldur.

Í dag er vinsælt að fá sér popp í bíó eða fyrir framan sjónvarpið á kvöldin. Frásagnir um fyrsta landnám Evrópu­búa þar sem popp stóð til boða segja að þeir hafi borðað það í morgunmat með ávöxtum, sykri og rjóma. 

Skylt efni: Popp Korn | maís

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...