Hvatt til meiri matvælaframleiðslu
Utan úr heimi 6. janúar 2026

Hvatt til meiri matvælaframleiðslu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sænskir bændur gætu framleitt mun meira af landbúnaðarafurðum en þeir gera í dag, skapi stjórnvöld betri skilyrði.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Lantbrukarnas Riksförbund (LRF, sænsku bændasamtökin), sem vefmiðillinn Land.se greinir frá. Skýrslan sýnir að framleiðslugeta í mörgum greinum er langt umfram núverandi nýtingu, en pólitískar ákvarðanir og reglur hamla vexti.

LRF telur að hægt sé að auka framleiðslu í allmörgum landbúnaðargreinum um 10-14% og að framboð landbúnaðarafurða geti aukist úr 57% í allt að 80% fram til ársins 2035

„Við höfum sett okkur hærri markmið en Jordbruksverket (Sænska landbúnaðarstofnunin), sérstaklega í framleiðslu dýraafurða,“ segir Palle Borgström, formaður LRF. Hann bendir á að Svíþjóð hafi sterka stöðu með góðri dýravelferð, lágri sýklalyfjanotkun og litlum umhverfisáhrifum. „Í ljósi öryggis og fæðuframboðs eru öll rök fyrir aukinni framleiðslu til staðar,“ segir hann.

Skýrslan er einnig hugsuð sem hvatning til að sýna að landbúnaður er framtíðargrein með tækifæri. Borgström segir að LRF hafi „lausnamiðað sjónarhorn“ og vilji leggja fram tillögur sem styrki samkeppnishæfni og tryggi fæðuöryggi.

Sænskir bændur glíma við háan framleiðslukostnað og strangar reglur sem gera þeim erfitt fyrir í samkeppni við erlenda framleiðendur.

„Ef við ætlum að mæta aukinni eftirspurn, þarf aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni og skapa hagkvæmara rekstrarumhverfi,“ segir Borgström. Hann vonast til að hluti tillagna LRF verði að veruleika á næstu árum.

Skýrslan bendir á að aukin framleiðsla í Svíþjóð myndi ekki aðeins styrkja fæðuöryggi heldur einnig stuðla að loftslagsmarkmiðum. „Landbúnaður og skógargeirinn eru hluti af lausninni á stærstu áskorunum samfélagsins,“ segir Borgström. „Þetta snýst um öryggi, matvælaframboð og loftslagsaðgerðir.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...