Forsteypueiningarnar á leið til landsins frá Noregi.
Forsteypueiningarnar á leið til landsins frá Noregi.
Mynd / aðsend
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar einingar, sem settar eru saman á byggingarstað frá Moeleven-verksmiðjunni í Noregi til Íslands.

Um er ræða starfsmannaíbúðir, skrifstofuhúsnæði og fullbúið mötuneyti fyrir starfsmenn, sem munu vinna við uppbyggingu Eldisgarða Samherja Reykjanesi.

Einingarnar komu með skipi til landsins en fyrirtækið Modulbyggingar á Selfossi er umboðsaðili Moelven á Íslandi. „Við höfum byggt fjölda hótela á Íslandi ásamt starfsmannahúsum og aðstöðuhúsum fyrir starfsmenn. Má þar nefna Hótel Lóu, Hótel Kríu og Hótel Laxá. Við sjáum um hönnun, framkvæmd og verkefnastjórnun verkefna frá A til Ö og getum skilað húsunum fullbúnum hvar, sem er á landinu,“ segir Eiríkur Vignir Pálsson, einn af eigendum fyrirtækisins, en Vilhjálmur Sigurðsson og Kjartan Sigurbjörnsson eiga fyrirtækið með honum.

„Fram undan hjá okkur er bygging þessarar starfsmannaaðstöðu hjá Eldisgörðum Samherja en auk þess eru fleiri verkefni í undirbúningi fyrir næsta ár. Verksmiðja Moelven er traust og rótgróið norskt fyrirtæki og er komin góð reynsla á framleiðslu þeirra á Íslandi, allt frá svokölluðum viðlagasjóðshúsum, sem voru byggð fyrir Vestmannaeyinga í kjölfar eldgossins í Heimaey, og til þeirra hótela sem er búið að vera að byggja upp á síðkastið,“ bætir Eiríkur Vignir við.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...