Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Milljarðar manna hafa ekki efni á heilbrigðu mataræði.
Milljarðar manna hafa ekki efni á heilbrigðu mataræði.
Mynd / Ninno Jack Jr.
Fréttir 11. ágúst 2022

Hungur í heiminum vex

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Allt að 828 milljón manns bjuggu við hungur árið 2021. Fólk sem lifir undir hungurmörkum hefur aukist um 150 milljónir frá upphafi heimsfaraldurs.

Um 2,3 milljarðar manna, eða 11,7% jarðarbúa, standa frammi fyrir fæðuóöryggi á alvarlegu stigi, að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um stöðu fæðuöryggis og næringar í heiminum.

Aukning á hungri á heimsvísu árið 2021 endurspeglar aukinn ójöfnuð milli og innan landa vegna misbágrar efnahagsstöðu og tekjutaps þeirra landa sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum af heimsfaraldri Covid-19.

Í skýrslunni kemur jafnframt fram að árið 2020 var áætlað að 22% af börnum heimsins, yngri en 5 ára, byggju við skort á mat á meðan 5,7% barna á sama aldri væri í ofþyngd.

Tæplega 3,1 milljarður manna hafði ekki efni á heilbrigðu mataræði árið 2020, sem er 112 milljónum fleiri en árið 2019. Endurspeglar það ekki síst verðhækkanir á matvælum í kjölfar heimsfaraldursins.

Í skýrslunni er gert ráð fyrir að kostnaður á heilbrigðu mataræði hafi numið að meðaltali 3,54 Bandaríkjadölum yfir heiminn árið 2020. Miðað við þá mælistiku höfðu um 80% fólks í Afríku ekki efni á slíku á meðan hlutfallið var 1,9% í Norður-Ameríku og Evrópu.

Spár gera ráð fyrir að næstum 670 milljónir manna muni standa frammi fyrir hungri árið 2030, eða 8% mannkyns, sem er sama hlutfall og árið 2015.

Skylt efni: utan úr heimi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...