Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Hundahúfa
Hannyrðahornið 25. september 2014

Hundahúfa

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir

Besti vinur mannsins, hundurinn, er á mörgum heimilum.

Sérstaklega þykir barnabörnunum mínum gaman að koma í heimsókn og leika sér við Sindra, labradorinn okkar.

Þess vegna þótti okkur alveg tilvalið að prjóna svona hundahúfu handa henni Hrafnhildi en hún á boxer sem heiti Mia og myndin á húfunni líkist mest þeirri tegund.

Gaman væri ef einhver ætti munstur af fleiri hundategundum og vildi leyfa okkur að nota það.

Stærð: s-m/l-xl.
Prjónar nr. 4.
Efni : Sport garn svart og hvítt fæst á www.garn.is  og í Bjarkarhóli á Nýbýlavegi.
1 dokka af hvorum lit.
Prjónfesta: 10x10 sm gera 23 L og 29 umferðir.
Aðferð: Húfan er prjónuð í hring, í síðustu 3 umferðunum, sem eru svartar, eru teknar saman 2 og 2 lykkjur í seinni  2 umferðunum og síðan bandið dregið í gegnum síðustu lykkjurnar og gengið vel frá því.
Gerður dúskur úr hvítu og svörtu garni og festur vel á.

Húfa:
Fitjið upp 100-110-120 l og prjónið stroff 2 sl 2 br 3-4 umferðir.

Prjónið því næst eftir munstrinu gætið þess að sums staðar í myndinni eru langir þræðir á bak við, gætið þess að festa þá.

Þegar munstrinu lýkur er tekið úr samkvæmt aðferðarlýsingunni. 

Gengið frá endum og húfan þvegin.

Passa að skola vel þegar svart og hvítt er þvegið saman í fyrsta sinn, gott að setja smá borðedik í síðasta skolvatnið.

Lögð slétt til þerris.

5 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f