Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hrútatunga
Bóndinn 4. ágúst 2020

Hrútatunga

Jón Kristján kaupir jörðina í janúar 2016 af frænda sínum, Gunnari, og konu hans, Sigrúnu, svo flytur Þorbjörg inn haustið 2017. Byrjað var á því að fjölga fénu aftur en það voru um 350 fjár þegar tekið var við.
 
Býli:  Hrútatunga.
 
Staðsett í sveit: Hrútafirði í Húna­þingi vestra.
 
 
Ábúendur: Jón Kristján Sæm­unds­son og Þorbjörg Helga Sigurðar­dóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum þrjú; Jón Kristján Sæm­unds­son og Þorbjörg Helga Sigurð­ardóttir og tæplega þriggja mánaða sonur okkar, Sæmundur Hólmar Jónsson. Svo eigum við hundinn Kátínu og köttinn Skoppu.
 
Sæmundur Hólmar Jónsson.
 
Stærð jarðar?  Tæpir 1.800 hektarar, þar af 37 hektarar í túnum.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú með nokkra hesta til gagns og gamans.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 450 vetrarfóðraðar kindur og 25 hestar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnu­dagur fyrir sig á bænum? Dagarnir eru nú mjög breytilegir á sumrin, fer allt eftir veðri og vindum. 
 
Á veturna er náttúrlega byrjað og endað á því að gefa en svo farið í hin ýmsu störf þess á milli.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin væri heyskapurinn og fjárrag á haustin, sauðburðurinn er líka skemmtilegur þó svo hann geti verið krefjandi.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Búskapurinn verður sjálfsagt lítið breyttur eftir fimm ár. Vonandi búið að rækta upp fleiri tún og frekari betrumbætur á hinu og þessu.
 
Hvar eru helstu tækifærin í framleiðslu á íslenskum búvörum? Í hreinleika afurða og upprunavottun.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Blessað lambalærið.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var þegar helmingurinn af fénu bar á fimm dögum.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...