Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hrísgrjón til Kína
Fréttir 11. ágúst 2017

Hrísgrjón til Kína

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir að Kína framleiði allra þjóða mest af hrísgrjónum er framleiðslan í landinu ekki næg til að uppfylla þarfir innanlandsmarkaðar.

Kínverjar ætla því að flytja inn talsvert magn af hrísgrjónum frá Bandríkjunum.

Í fyrsta sinn sem Kína kaupir af Bandaríkjamönnum

Fyrir skömmu gerðu Kína og Banda­ríkin með sér viðskiptasamning sem gerir ráð fyrir innflutningi á miklu magn af hrísgrjónum til Kína frá Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn sem Kína kaupir hrísgrjón þaðan. Samningaviðræður um kaupin hafa staðið í meira en áratug.

Þrátt fyrir að Kínverjar framleiði tuttugu sinnum meira af hrísgrjónum en Bandaríkin þá eru þeir einnig talsvert fleiri og neyta mun meira af hrísgrjónum á mann en Bandaríkjamenn. Undanfarin ár hafa Kínverjar flutt inn um fimm milljón tonn af hrísgrjónum fyrir ríflega miljarð Bandaríkjadala, rúmlega 105 miljarða íslenskra króna, á ári og er því eftir talsverðum viðskiptum að slægjast.

Gríðarlegt magn

Árlegur útflutningur Bandaríkjanna á hrísgrjónum er þrjú til fjögur milljón tonn. Það er því ljóst að Bandaríkin geta ekki fullnægt innflutningsþörf Kínverja jafnvel þótt þeir seldu hvert einasta grjón sem þeir framleiða til Kína.

Kínverjar munu því halda áfram að vera stórkaupandi og innflytjandi hrísgrjóna frá öðrum löndum þrátt fyrir samninginn við Bandaríkin. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...