Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hreiðar Hermannsson á hreinan 100% eignarhlut í nýja hótelinu.
Hreiðar Hermannsson á hreinan 100% eignarhlut í nýja hótelinu.
Mynd / MHH
Fréttir 22. mars 2023

Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 200 herbergja fjögurra stjörnu hótels á Orustustöðum í Skaftárhreppi, skammt frá Kirkjubæjarklaustri.

Hótelið mun heita Stracta Orustustaðir líkt og Stracta hótel Hreiðars Hermannssonar á Hellu, en hann er eigandi hótelsins. Átta svítur verða á hótelinu og þá verður boðið upp á ísböð. Hótelið verður um sjö þúsund fermetrar að stærð en hönnuðir gera ráð fyrir að hægt sé að byggja það í áföngum.

„Svona stór uppbygging er gríðarlega atvinnuskapandi en mikill fjöldi mun starfa við verkefnið á uppbyggingartíma. Þegar rekstur er kominn af stað myndum við áætla að þörf væri á 65 stöðugildum við hótelið, sem liggur einnig í margs konar þjónustu við hótelið og gesti.

Eins myndast störf vegna annarrar starfsemi sem áætlað er að reka á jörðinni sem lýtur til dæmis að ræktun, landgræðslu og skógrækt.

En hugmyndafræðin á bak við verkefnið snýr að sjálfbærri uppbyggingu sem þarfnast sérfræðiþekkingar á misjöfnum sviðum,“ segir Margrét Gísladóttir, sem vinnur að verkefninu með Hreiðari. Heildarkostnaður við byggingu hótelsins verður um níu milljarðar króna. Enn er þó óljóst hvenær hótelið verður tekið í notkun. „Við ætluðum okkur náttúrlega að vera komin lengra í ferlinu en ýmsar steinvölur í veginum hafa varnað því,“ segir Margrét.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f