Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hnúðlax í íslenskum ám
Fréttir 6. september 2017

Hnúðlax í íslenskum ám

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nokkuð hefur borið á því að hnúðlax hafi veiðst í ám hér á landi í sumar. Sérfræðingar Hafró telja að hann geti numið land í íslenskum ám.

Í lok júlí veiddist hnúðlax í net í Patreksfirði og snemma í ágúst veiddust nokkrir hnúðlaxar í Hafralónsá í Þistilfirði og annar í Sandá í Þistilfirði. Laxinn sem veiddist í Patreksfirði var kynþroska hængur.

Fyrsta dæmið er frá 1960

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hnúðlaxa verður vart í íslenskum ám. Fyrsta skráða dæmið er frá því í ágúst 1960 þegar einn slíkur veiddist í Hítará á Mýrum. Árið 2015 bárust fregnir um hnúðlax í ám víðs vegar um landið, Ytri Rangá, Hamarsá í Hamarsfirði, Skjálfandafljóti,  Þorskafjarðará og Soginu.

Í Fiskifréttum hefur komið fram að sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar hafa varað við að hnúðlax geti numið land í íslenskum ám.

Upprunninn í Kyrrahafi

Hnúðlax, Oncorhynchus gorbuscha, kallast einnig bleiklax og á náttúruleg heimkynni í norðanverðu Kyrrahafi og algeng þar frá Beringssundi niður með Norður-Ameríku, Kóreuskaga og Japan. Hnúðlax er auðþekktur á dökkum hringlaga blettum á sporðinum og fíngerðu hreistri. Gerðar voru tilraunir með að sleppa hnúðlaxaseiðum í ár við Kólaskaga um 1960. Talið er að afkomendur þeirra hafi komið sér fyrir í nokkrum ám í Noregi og að laxarnir sem fundist hafa hér séu þaðan komnir.

Fremur smávaxinn lax

Hnúðlax dregur nafn sitt af stórum hnúð á baki hænganna. Hnúðurinn myndast við kynþroska auk þess sem skoltur hængsins stækkar við kynþroska. Við kynþroska eru hnúðlaxar 1,75 til 2,5 kíló að þyngd og 45 til 60 sentímetrar á lengd.
     

Skylt efni: Laxveiði | hnúðlax

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f